Ég er komin með nýja og glansandi fína tölvu. Það er æði, þegar ég ýti á takka þá gerast hlutir strax en ekki eftir 10 mínútur eins og á gömlu tölvunni. Ég þarf bara að fá mér íslenska lyklaborðs límmiða.
Það er annars lítið að frétta héðan nema að ég hamast við lærdóminn, kannski tími til kominn og er farin að vera spennt að koma heim.
Eins og áður hefur komið fram var ég hjá Áslaug frænku í Þakkargjörðarfríinu og hafði það voðalega gott. Við elduðum fínan mat og fórum á nýju Bond myndina í bíó, hún var góð afþreying. Við fórum líka á ströndina, í Maine í nóvember! Nei smá grín, við fórum bara í göngutúr og við vorum í úlpum. Ég fann dáið síli og krabbakló og skel. Þrautþjálfuð augu fornleifafæðingsins eru alltaf að!
1 comment:
Getur þú ekki birt myndir úr fríinu á blogginu. Ég get sent þér nokkrar. Og það var gaman að hafa þig hér ásamt þeim fertugu í húsmæðraorlofinu. ÁÁ
Post a Comment