Thursday, November 30, 2006

Getur verið að okkar yndislega ríkisstjórn ætli enn einu sinni að greiða fyrir lækkun skatta á einu sviði með hækkun skatta á öðru? Mig minnir sterklega að skattar á sterkt áfengi hafi einmitt verið hækkaðir í síðustu skattalækkunarhrinu og nú á að spila sama leikinn aftur samkvæmt nýju frumvarpi. Mér þykir ansi líklegt að fyrir meðal-fjölskylduna (hver svo sem hún er) þá muni þessi hrókering þýða að sparnaður við matarinnkaup mun vera étinn upp ef fólk vill fá sér rauðvín með steikinni. Er neyslustýring á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins? Greinilega og ég sem hélt að þar á bæ snerist allt um frelsi og val og einstaklinga og bla bla....

2 comments:

Anonymous said...

Það verða sum sagt bara templararnir sem spara í þessari skattabreytingu...allir í IOGT...ÁÁ

dax said...

Þetta er hneyksli. Í kringum mig segir fólk að léttvín og bjór hækki hlutfallslega mest. Þá er semsagt kominn tími til að þjóra tindavodka yfir föstudagsmyndinni á RÚV.

Ég veit ekki hvar þessir menn lærðu hagfræði. Yfirleitt er byrjað á því að ákveða að hækka skatta á einhverju slæmu (t.d.mengandi iðnaði) og svo lækkað eitthvað annað, t.d. skatt á fyrirtæki. Það er yfirleitt ekki prómóterað geðveikt fyrir einhverju jákvæðu, t.d.lækkun á matarskatti, og síðan.. úps, já, by the way.. smá hækkun á meðlætinu!

Eins er flest nýjustu afrek ríkisstjórnarinnar hefur þetta slæm afrek á túrismann.

Og final pointið er að fólk kaupir sér áfengi, sama hvað það kostar. Hækkun hefur ekkert erindi sem erfið í sambandi við að stýra neyslu. Og Íslendingar er alla þjóða minnst móttækilegir fyrir hækkunum - keyrir einhver minna af því að bensínið hækkaði?