Tuesday, November 21, 2006

Ég þoli ekki að pakka. Eftir flutningin hingað til New York, ferðir heim til Íslands, á ráðstefnur, endalauss flandurs frá Skriðuklaustri í bæinn og til annarra útkjálka þá reiknast mér til að ég sé búin að pakka um það bil 143579345727 sinnum undanfarin 2 ár. Það er ekki gott mál. Nú er ég orðin svo áhugalaus um pökkun að ég hendi bara drasli ofan í töskuna, nenni ekkert að brjóta saman eða hugsa mikið um hvað ég er að taka með sem leiðir til þess að mikilvægir hlutir gleymast, óþarfi fer með og allt verður að einu ljótu krumpustykki. Ekki gott mál.
Flutningurinn úr íbúð þar sem ég hafði 3 stóra fataskápa í íbúð þar sem ég hef einn lítinn fataskáp leiddi líka til þess að ég geymi hluti í ferðatöskunni minni svo ég þurfti að tæma hana áður en ég gat pakkað, oj barasta!

1 comment:

Anonymous said...

heh, ég geymi föt í ferðatöskunni þó ég hafi pláss í fataskápnum mínum