Ferðin til Chicago að hitta Mike var frábær þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika þar sem JetBlue ákvað að hætta við öll flug þann dag og allt var í rugli. En með snarræði og smá leit á hinu dásamlega interneti tókst Mike að finna annað flug fyrir mig, reyndar ekki fyrren um kvöldið og á endanum komst ég á staðinn þrátt fyrir seinkanir og vesen.
Ég fékk að hitta fjölskylduna hans og það gekk allt mjög vel og við fórum að skoða heimili og vinnustofu arkítektsins Frank Lloyd Wright og á listasafnið í Chicago sem var mjög gaman.
Síðan ég kom heim hefur verið mikið að gera í skólanum þar sem ég er að reyna að greina 3 beinasöfn í einu, læra heima og undirbúa mig fyrir áfangaprófið sem ég ætla að taka 27. 0g 29. mars.
Í dag er loksins kominn maður að gera við kranann á eldhúsvaskinum sem er búinn að vera míglekur síðan í nóvember. Reynt hefur verið að gera við hann fyrr en þær tilraunir hafa alltaf endað í meiri leka, ekki gott mál. Vonandi fer betur í dag.
Wednesday, February 28, 2007
Thursday, February 15, 2007
Í gær snjóaði. Það hefur varla gerst hér í vetur, ég hef getað spókað mig á lágbotna dömuskóm en í dag þurfti ég að taka fram stígvélin, sem betur fer var ég nýbúin að láta sóla þau svo ég var í góðum málum.
Ég er að fara til Chicago á laugardaginn að hitta Mike og verð fram á miðvikudag, ég er rosalega spennt. Þar er mikill vetur svo það er ágætt að New York er búin að hita mig aðeins upp (eða kæla mig niður) fyrir það.
Ég fór á frábæra Ampop tónleika um daginn með krökkunum úr deildinni og vakti spilamennskan almenna lukku hjá þeim enda eru þau öll trúir og tryggir Íslandsvinir eftir að hafa grafið í íslenskri mold. Því miður var Ragnheiður Helga fjarri góðu gamni vegna veikinda en skæð kvefpest fer nú eins og eldur í sinu um stórborgina. Sjálf er berst ég á móti henni með kjafti og klóm með óhóflegri te-drykkju, vítamíntöku, ávaxtaáti og flísfatnaði.
Ipodinn minn tók upp á því að gefa upp öndina, hann hafði lengi háð hetjulega baráttu við bilanir sem að sjálfsögðu tóku sig fyrst upp um 2 vikum eftir að hann fór úr ábyrgð. Ég er frekar miður mín yfir þessu og ég get ekki annað en keypt nýjan, ég er algjörlega orðin háð því að hafa hann till að geta hundsað raus í rugludöllum sem er daglegt brauð í lestunum hér og svo hef ég líka gaman af því að geta hlustað á tónlist.
En aftur að námsbókunum.....
Ég er að fara til Chicago á laugardaginn að hitta Mike og verð fram á miðvikudag, ég er rosalega spennt. Þar er mikill vetur svo það er ágætt að New York er búin að hita mig aðeins upp (eða kæla mig niður) fyrir það.
Ég fór á frábæra Ampop tónleika um daginn með krökkunum úr deildinni og vakti spilamennskan almenna lukku hjá þeim enda eru þau öll trúir og tryggir Íslandsvinir eftir að hafa grafið í íslenskri mold. Því miður var Ragnheiður Helga fjarri góðu gamni vegna veikinda en skæð kvefpest fer nú eins og eldur í sinu um stórborgina. Sjálf er berst ég á móti henni með kjafti og klóm með óhóflegri te-drykkju, vítamíntöku, ávaxtaáti og flísfatnaði.
Ipodinn minn tók upp á því að gefa upp öndina, hann hafði lengi háð hetjulega baráttu við bilanir sem að sjálfsögðu tóku sig fyrst upp um 2 vikum eftir að hann fór úr ábyrgð. Ég er frekar miður mín yfir þessu og ég get ekki annað en keypt nýjan, ég er algjörlega orðin háð því að hafa hann till að geta hundsað raus í rugludöllum sem er daglegt brauð í lestunum hér og svo hef ég líka gaman af því að geta hlustað á tónlist.
En aftur að námsbókunum.....
Saturday, February 03, 2007
Eitt af námskeiðunum sem ég er að taka þessa önn er tölfræði í fornleifafræði. Það hlaut að koma að því að ég þyrfti að rifja upp stærðfræðina úr MR, miðgildi, meðaltal, frávik allt hugtök sem ég verð að berjast við þessa önn. Við þurfum að gera ýmis verkefni og ég er þegar komin með nettan hnút í magan yfir þessu en ég er líka spennt að kljást við tölfræðina því hún er jú mjög mikilvæg í dýrabeinafornleifafræði. Beinagreining gengur út á að telja og mæla hitt og þetta og bera saman og gera gröf svo það er eins gott að skilja hvað liggur því til grundvallar.
Fyrir þá fornleifafræðinga sem lesa þetta blogg og hafa sérstaka löngun til að skilja middle-range theory, processualisma og post-processualisma þá mæli ég sérstaklega með eftirfarandi grein
"Distinguished Lecture in Archaeology: Constraint and Freedom" 1991. American Anthropologist 93:3:551-569. Hún útskýrir þetta allt betur en nokkuð annað sem ég hef lesið og ætti að vera aðgengileg í gegnum hvar.is eða hvað þetta nú allt heitir.
Fyrir þá fornleifafræðinga sem lesa þetta blogg og hafa sérstaka löngun til að skilja middle-range theory, processualisma og post-processualisma þá mæli ég sérstaklega með eftirfarandi grein
"Distinguished Lecture in Archaeology: Constraint and Freedom" 1991. American Anthropologist 93:3:551-569. Hún útskýrir þetta allt betur en nokkuð annað sem ég hef lesið og ætti að vera aðgengileg í gegnum hvar.is eða hvað þetta nú allt heitir.
Thursday, February 01, 2007
Undibúningur fyrir prófið mitt gengur vel. Á föstudaginn ætla ég svo að reyna að velja dag til að taka það, þýðir ekkert að vera að hringla neitt með það þá fer bara allt í vitleysu.
Ég er búin að vera að þvo bein frá uppgreftri á Grænlandi svo hægt sé að greina þau, upp úr pokunum kemur hins vegar aðallega drulla svo mér líður eins og ég sé að drullumalla. Ég er að reyna að skrifa útdrátt fyrir ráðstefnu í haust en er með ritstíflu á háu stigi, mér dettur enginn grípandi titill í hug, núna væri ég farin að sætt mig við ef mér gæti dottið eitthvað pínu áhugavert í hug en hingað til hefur þetta verið steingelt hjá mér...
Ég er búin að vera að þvo bein frá uppgreftri á Grænlandi svo hægt sé að greina þau, upp úr pokunum kemur hins vegar aðallega drulla svo mér líður eins og ég sé að drullumalla. Ég er að reyna að skrifa útdrátt fyrir ráðstefnu í haust en er með ritstíflu á háu stigi, mér dettur enginn grípandi titill í hug, núna væri ég farin að sætt mig við ef mér gæti dottið eitthvað pínu áhugavert í hug en hingað til hefur þetta verið steingelt hjá mér...
Subscribe to:
Posts (Atom)