Wednesday, September 02, 2009

Eftir ferðalag sem hófst á Laugavegi um kl. 4.30 í morgun er ég komin á farfuglaheimilið í Cork. Það er víst búið að rigna eins og hellt væri úr fötu hér í marga daga og allir eru óttalega blautir og hraktir eitthvað. Það var samt sól og gott veður þegar ég kom. Ég flaug með Iceland Express sem var ekki hræðilegt heldur bara fínt og eyddi svo dagsparti á flugvellinum í Gatwick. Það var þokkalegt. Ég var gífurlega fegin þegar ég var búin að innrita mig hjá Ryanair, ég var ekki með yfirvigt. Fyrir þá sem þekkja mig verður það að teljast kraftaverk að ég sé að flytja í 4 mánuði með samtals 25 kg.
Ég er pínu stressuð yfir að finna íbúð hérna, það er ekki verið að auglýsa margt og enginn vill leigja mér í 4 mánuði en þetta reddast er það ekki?
Á morgun verður svo íbúðaleit, bankaferð, kennitöluferð, símanúmersferð, ég spái að það eina af þessu sem ég muni geta klárað er að fá símanúmer en vonandi er það óþarfa svartsýni.

2 comments:

Anonymous said...

Hæ Albína mín! Gott að allt gekk vel við að komast á leiðarenda.Leggjumst á bæn svo þú fáir íbúð. kær kv.mamma

Anonymous said...

Gott að allt gekk vel bestu óskir um framhaldið ástin mínkveð'j Amma og afi.