Það er enn yndislegt veður hérna í Cork, sól, logn og hlýtt. Það er líka allt ótrúlega grænt og fallegt ennþá, það er óhemju mikill gróður hér svo hvergi sér í auðan blett þar sem er ekki hreinlega þverhnípt klöpp eða steypa.
Ég er búin að vinna mikið þessa vikuna og mæta tvisvar í jóga. Núna er ég að greina lítið dýrabeinasafn frá uppgreftri á ring-ditch (ég kann ekki neina þýðingu á þessu orði) sem er líklega frá brons- eða járnöld. Í þessu litla safni sem er tengt brenndum mannabeinum var nánast heill hundur, kjálki af kú og kjálki af hesti. Þetta er mögulega einhverskonar fórn eða gjöf, spennó...
No comments:
Post a Comment