Þá er ég búin að mæta einn dag í vinnuna. Það gekk vel en ég byrja svo fyrir alvöru á morgun. Ég er spennt að byrja að skoða beinin, þó að þetta sé mest kýr og kindur svipað og heima þá eru líka dádýr, hérar, kanínur og margt fleira skemmtilegt og nýtt. Kindabeinin hér eru líka mjög ólík þeim íslensku, miklu minni og fíngerðari, ég á eiginlega erfitt með að trúa því.
Flestir uppgreftirnir sem ég er að greina úr eru frekar litlir svo það verður ekki mikið hægt að segja um þá en ég verð amk með einn stóran uppgröft úr yfirgefnu miðaldaþorpi og það finnst mér æðislega spennandi.
Ég ætla að mæta kl. 8 á morgun, sem þýðir að ég þarf að vakna um 6.30, taka lestina kl. 7.15 og labba svo í 30 mínútur. Ég vona að það rigni aldrei á meðan ég er hérna, amk ekki fyrren ég er búin að kaupa mér betri jakka...
Eftir vinnu fór ég svo í jóga sem var mjög fínt, gott að slaka á og teygja eftir stress og flutninga.
Til að svara spurningu sem kom fram þá er innan við 5 mínútna gangur á svona 6 mismunandi bari og 3 mínútur í verðlaunaða off-licence svo það er mjög auðvelt að verða sér út um áfengi hér.
1 comment:
við viljum blogg, við viljum blogg, við viljum...
Post a Comment