Vegna áskorunnar frá Hildi ætla ég loksins að blogga. Ég fór til Dublin um helgina á fund hjá vinnuhóp um fiskigildrur og rannsóknir á þeim. Ég vissi ekkert um fiskigildrur þegar ég fór en veit núna margt um þær, ég fer ekki út í það hér. Veðrið hér er búið að vera ótrúlega gott alveg síðan annan daginn minn í vinnunni þegar ég kom þangað rennandi blaut eftir að hafa labbað í hálftíma í hellirigningu, það var ekki mjög gaman en þó ekki svo slæmt því það er enn yfir 15°C hiti hér flesta daga.
Mér líkar rosalega vel í vinnunni í dag kláraði ég að greina þokkalega stórt beinasafn, í því var eitt jarðlag með fjórum brotnum nautgripahauskúpum, það var ansi skemmtilegt þrívíddar púsluspil.
Annars er það helst í fréttum að H&M er að opna hérna í Cork eftir allt saman, 1. október, svona eins og afmælisgjöf handa mér, ég er mjög spennt. Ég fékk líka loksins írsku kennitöluna mína í dag. Það eru mjög góðar fréttir því það þýðir að ég dett niður í að borga bara 20% skatt og fæ endurgreiddan oftekinn skatt. Skattkerfið hér er víst mjög skilvirkt (einn af ekki svo mörgum hlutum í stjórnkerfinu er mér sagt).
Umferðin hér er hins vegar fullkomlega brjálæðisleg, fólk keyrir mjög hratt, fer lítið eftir lögum og reglum og það er nauðsynlegt að vera sífellt á varðbergi. Ég er að verða búin að fatta að líta fyrst til vinstri og svo til hægri en ekki öfugt og hef ekki enn náð að fara mér að voða.
1 comment:
Hæ Albína mín! Mamma er mjög ánægð að þú sért komin í gang með bloggið!! Hér í hrunlandi er allt við það sama - en verðrið er mjög gott þessa dagana. Gaman að heyra að HM er að opna- allt að gerast. kær kv. Mamma
Post a Comment