Ég er þreytt en bjartsýn. Í gær hélt ég að allt myndi fara til andskotans en núna er ég nokkuð viss um að þetta muni allt bjargast.
Ég var til 0:30 í gær að vinna í æsispennandi fyrirlestri ásamt Guggu.
Svo er námskynning HÍ á sunnudaginn.
Árshátíð á næsta leiti og allt að verða vitlaust. En þetta bjargast allt.
Wednesday, February 23, 2005
Monday, February 21, 2005
Monday, February 14, 2005
Erlent AFP 14.2.2005 15:31
Konur verða um þriðjungur fulltrúa á nýju írösku þingi
Íraskar konur verða um þriðjungur þeirra sem taka sæti á nýju þjóðþingi í Írak eftir fyrstu fjölflokkakosningarnar þar í áratugi. Samkvæmt niðurstöðum talningar eftir kosningarnar, sem kynntar voru í gær, fá konur 86 af 275 þingsætum. Notast var við kvótakerfi í kosningunum sem tryggði konum um fjórðung þingsæta.
Þrátt fyrir að kveðið sé á um þetta í bráðabirgðalögum í Írak, náðu konur að bæta um betur og vinna um 31% þingsæta.
Þeir sem fylgst hafa með gangi mála í kosningunum segja að í bandalagi sjíta, sem unnu kosningarnar, fái konur 46 af 140 þingsætum. „Þessar tölur eru okkur gleðiefni því íraskar konur eru nú farnar að hasla sér völl í stjórnmálum landsins,“ sagði Janan al-Obeidi, frambjóðandi fyrir kosningabandalag sjíta. „Þessi velgengni leggur hins vegar mikla ábyrgð á herðar þingkvenna almennt séð, og enn meiri á þær sem koma af okkar lista, því íslömsk trú hefur verið sögð sniðganga réttindi kvenna,“ bætti hún við.
Nú er Írak bara komi jafn langt í jafnréttismálum og Íslendingar, á báðum þjóðþingum er þriðjungur þingmanna kvenkyns. Spurning hvort þetta segir meira um frábæran árangur í Írak eða sorglega lélegan hjá okkur.
Konur verða um þriðjungur fulltrúa á nýju írösku þingi
Íraskar konur verða um þriðjungur þeirra sem taka sæti á nýju þjóðþingi í Írak eftir fyrstu fjölflokkakosningarnar þar í áratugi. Samkvæmt niðurstöðum talningar eftir kosningarnar, sem kynntar voru í gær, fá konur 86 af 275 þingsætum. Notast var við kvótakerfi í kosningunum sem tryggði konum um fjórðung þingsæta.
Þrátt fyrir að kveðið sé á um þetta í bráðabirgðalögum í Írak, náðu konur að bæta um betur og vinna um 31% þingsæta.
Þeir sem fylgst hafa með gangi mála í kosningunum segja að í bandalagi sjíta, sem unnu kosningarnar, fái konur 46 af 140 þingsætum. „Þessar tölur eru okkur gleðiefni því íraskar konur eru nú farnar að hasla sér völl í stjórnmálum landsins,“ sagði Janan al-Obeidi, frambjóðandi fyrir kosningabandalag sjíta. „Þessi velgengni leggur hins vegar mikla ábyrgð á herðar þingkvenna almennt séð, og enn meiri á þær sem koma af okkar lista, því íslömsk trú hefur verið sögð sniðganga réttindi kvenna,“ bætti hún við.
Nú er Írak bara komi jafn langt í jafnréttismálum og Íslendingar, á báðum þjóðþingum er þriðjungur þingmanna kvenkyns. Spurning hvort þetta segir meira um frábæran árangur í Írak eða sorglega lélegan hjá okkur.
Óður til nýrrar múrskeiðar
Þú ert voða flott
að grafa með þér verður gott.
Þú ert alveg ný
og á þér er ekkert slý.
Ég hlakka til í sumar
þegar gleðin gumar
að grafa með þér oft
og finna fínt dót.
Þú er sæt
og mæt
og beitt
með rautt gúmmí skaft.
Annars var ég í magnaðri skálaferð um helgina. Ég var þunn, við sungum mikið, spiluðum Party og Co. Hákon Jensson drapst fyrstur og ég fór þriðja seinust að sofa.
Þú ert voða flott
að grafa með þér verður gott.
Þú ert alveg ný
og á þér er ekkert slý.
Ég hlakka til í sumar
þegar gleðin gumar
að grafa með þér oft
og finna fínt dót.
Þú er sæt
og mæt
og beitt
með rautt gúmmí skaft.
Annars var ég í magnaðri skálaferð um helgina. Ég var þunn, við sungum mikið, spiluðum Party og Co. Hákon Jensson drapst fyrstur og ég fór þriðja seinust að sofa.
Sunday, February 06, 2005
Ég hef ákveðið að svara athugasemd sem barst við pistli mínum frá 2. febrúar 2005.
Í athugasemd minni eru umkvartanir mínar varðandi aðstöðumál í Háskóla Íslands gagnrýndar og undirliggjandi eru skilaboð um að þær séu smávægilegar og að námsmenn á Íslandi hafi það jafnvel of gott.
Vissulega er það rétt að aðstaða til náms á Íslandi er að mörgu leiti til fyrirmyndar en betur má ef duga skal. Nú veit ég ekki alveg hvar ég á að byrja.
Í fyrsta lagi eru laun þeirra kennara við Háskólann sem ekki gegna prófessorsstöðu (og þeim fer fækkandi sbr. að nú er enginn starfandi prófessor við íslensku) eru til háborinnar skammar. Bókakostur Þjóðarbókhlöðunnar er með því sorglegra sem þekkist, sem dæmi má nefna að aðeins eru til nokkrar bækur um stöðluð próf s.s. GRE og TOEFL og eru þær flestar úreltar. Þessi bókafátækt veldur því að nemendur þurfa oft að reiða sig á millisafnalán sem eru mjög dýr. Ein bók kostar 800 kr, grein 1-20 bls. 400 kr og lengri greinar 700 kr.
Innan Háskólans gætir nokkurrar misskiptingar eftir greinum sem best sjást á aðbúnaði nemenda. Dæmi um þetta er að í Lögbergi er ágæt lesstofa með einstaklingsborðum (sem er reyndar of lítil eftir því sem mér skilst) og lýsingu en í Árnagarði er nú aðeins lesstofa fyrir MA-nema. Í Læknagarði eru lesstofa þar sem nemendur "eiga" sitt borð og geta skilið þar eftir bækur og annað. Fyrir verkfræðideild er til heilt bókasafn þar sem er nokkur fjöldi lesborða og þokkaleg aðstaða.
Námslánin frá LÍN eru svo enn eitt málið. Óháð því hvort þau séu nógu há til að hægt sé að lifa á þeim þá eru þetta í raun nokkuð dýr lán. Um daginn var endurgreiðlsubyrði námslána lækkuð úr 4,75% í 3,75% og allir voru rosalega ánægðir. Í raun þýðir þetta að fólk verður en lengur að greiða niður sín námslán en áður og heildarfjárhæðin sem greidd er til baka hækkar vegna þess að lánin eru verðtryggð. Ef einhver hefur áhuga á að heyra meira um böl verðtryggingarinnar geriði þá athugasemd og kannski ég geri einhvern tíman pistil um hana.
Í Háskóla Íslands eru nemendum sem standa sig vel veitt afar lítil umbun, það eru örfáir styrkir sem hægt er að sækja um og í raun skiptir engu andskotans máli hvort maður er með 8 í meðaleinkunn eða 9 eða 6. Öllum er sama, það að standa sig vel, klára á réttum tíma, taka auka einingar og svo framvegis er einskis metið.
Atvinnuhorfur eftir að námi er lokið eða á sumrin eru annað mál. Atvinnuleysi meðal ungs fólks (16-24 ára) er 6,9%.
Samt er allt frábært á Íslandi. Vei
Í athugasemd minni eru umkvartanir mínar varðandi aðstöðumál í Háskóla Íslands gagnrýndar og undirliggjandi eru skilaboð um að þær séu smávægilegar og að námsmenn á Íslandi hafi það jafnvel of gott.
Vissulega er það rétt að aðstaða til náms á Íslandi er að mörgu leiti til fyrirmyndar en betur má ef duga skal. Nú veit ég ekki alveg hvar ég á að byrja.
Í fyrsta lagi eru laun þeirra kennara við Háskólann sem ekki gegna prófessorsstöðu (og þeim fer fækkandi sbr. að nú er enginn starfandi prófessor við íslensku) eru til háborinnar skammar. Bókakostur Þjóðarbókhlöðunnar er með því sorglegra sem þekkist, sem dæmi má nefna að aðeins eru til nokkrar bækur um stöðluð próf s.s. GRE og TOEFL og eru þær flestar úreltar. Þessi bókafátækt veldur því að nemendur þurfa oft að reiða sig á millisafnalán sem eru mjög dýr. Ein bók kostar 800 kr, grein 1-20 bls. 400 kr og lengri greinar 700 kr.
Innan Háskólans gætir nokkurrar misskiptingar eftir greinum sem best sjást á aðbúnaði nemenda. Dæmi um þetta er að í Lögbergi er ágæt lesstofa með einstaklingsborðum (sem er reyndar of lítil eftir því sem mér skilst) og lýsingu en í Árnagarði er nú aðeins lesstofa fyrir MA-nema. Í Læknagarði eru lesstofa þar sem nemendur "eiga" sitt borð og geta skilið þar eftir bækur og annað. Fyrir verkfræðideild er til heilt bókasafn þar sem er nokkur fjöldi lesborða og þokkaleg aðstaða.
Námslánin frá LÍN eru svo enn eitt málið. Óháð því hvort þau séu nógu há til að hægt sé að lifa á þeim þá eru þetta í raun nokkuð dýr lán. Um daginn var endurgreiðlsubyrði námslána lækkuð úr 4,75% í 3,75% og allir voru rosalega ánægðir. Í raun þýðir þetta að fólk verður en lengur að greiða niður sín námslán en áður og heildarfjárhæðin sem greidd er til baka hækkar vegna þess að lánin eru verðtryggð. Ef einhver hefur áhuga á að heyra meira um böl verðtryggingarinnar geriði þá athugasemd og kannski ég geri einhvern tíman pistil um hana.
Í Háskóla Íslands eru nemendum sem standa sig vel veitt afar lítil umbun, það eru örfáir styrkir sem hægt er að sækja um og í raun skiptir engu andskotans máli hvort maður er með 8 í meðaleinkunn eða 9 eða 6. Öllum er sama, það að standa sig vel, klára á réttum tíma, taka auka einingar og svo framvegis er einskis metið.
Atvinnuhorfur eftir að námi er lokið eða á sumrin eru annað mál. Atvinnuleysi meðal ungs fólks (16-24 ára) er 6,9%.
Samt er allt frábært á Íslandi. Vei
Bylgjan 06. febrúar 10:35
Hafnar sprautuáætlun SÞ
Breska dagblaðið The Observer skýrir frá því í dag að andstaða Bandaríkjastjórnar við sprautuáætlun Sameinuðu þjóðanna setji baráttu samtakanna gegn alnæmi í uppnám. Sameinuðu þjóðirnar hafa stutt að fíklum séu gefnar hreinar sprautur til að vinna gegn því að þeir smiti hver annan af alnæmi með því að skiptast á sprautum. Bandaríkjastjórn setur sig upp á móti þessu og segir að þetta jafnist á við að verið sé að samþykkja fíkn manna og hótar að hætta að veita fé í alnæmisbaráttuna nema þessu verði breytt.
Alltaf eru Bandaríkjamenn jafn framsýnir.
Hafnar sprautuáætlun SÞ
Breska dagblaðið The Observer skýrir frá því í dag að andstaða Bandaríkjastjórnar við sprautuáætlun Sameinuðu þjóðanna setji baráttu samtakanna gegn alnæmi í uppnám. Sameinuðu þjóðirnar hafa stutt að fíklum séu gefnar hreinar sprautur til að vinna gegn því að þeir smiti hver annan af alnæmi með því að skiptast á sprautum. Bandaríkjastjórn setur sig upp á móti þessu og segir að þetta jafnist á við að verið sé að samþykkja fíkn manna og hótar að hætta að veita fé í alnæmisbaráttuna nema þessu verði breytt.
Alltaf eru Bandaríkjamenn jafn framsýnir.
Wednesday, February 02, 2005
Fjölskyldumál
Í dag mega íslenskir dómstólar ekki fella dóm um sameiginlegt forræði í forræðisdeilum.
Pétur Blöndal alþingismaður sagði á Alþingi um daginn að börn ættu ekkert erindi á leikskóla fyrir 3 ára aldur. Hann veit greinilega ekkert um hvað hann er að tala. Í fyrsta lagi er það gott fyrir þroska barna, sérstaklega félagsþroska að umgangast önnur börn á leikskólum. Heimavinnandi foreldrar finna oft fyrir félagslegri einangrun vegna einangrunar frá öðrum fullorðnum. Hver á að vinna ef annað foreldri þarf að vera heima hjá hverju barni til 3 ára aldurs. Það er bara ekki heil brú í þessu hjá manninum.
Annars var Sif Friðleifsdóttir að skora stig hjá mér í dag. Hún spurði fjármálaráðherra um samþættingu jafnréttissjónarmiða og fjárlagagerðar. Eins og við var að búast varð ansi hreint fátt um svör. Vonandi heldur Sif áfram í þessum ágæta baráttuham.
Í dag mega íslenskir dómstólar ekki fella dóm um sameiginlegt forræði í forræðisdeilum.
Pétur Blöndal alþingismaður sagði á Alþingi um daginn að börn ættu ekkert erindi á leikskóla fyrir 3 ára aldur. Hann veit greinilega ekkert um hvað hann er að tala. Í fyrsta lagi er það gott fyrir þroska barna, sérstaklega félagsþroska að umgangast önnur börn á leikskólum. Heimavinnandi foreldrar finna oft fyrir félagslegri einangrun vegna einangrunar frá öðrum fullorðnum. Hver á að vinna ef annað foreldri þarf að vera heima hjá hverju barni til 3 ára aldurs. Það er bara ekki heil brú í þessu hjá manninum.
Annars var Sif Friðleifsdóttir að skora stig hjá mér í dag. Hún spurði fjármálaráðherra um samþættingu jafnréttissjónarmiða og fjárlagagerðar. Eins og við var að búast varð ansi hreint fátt um svör. Vonandi heldur Sif áfram í þessum ágæta baráttuham.
Þá eru hinar stríðandi fylkingar búnar að koma og kynna sig. Ég er engu nær. Ég er ánægð með margt sem Vaka hefur gert en svo er annað sem hefur ekki tekist jafn vel. Annars veit ég hvað allt svona er mikið vesen og alls ekki hægt að ætlast til að allt takist en samt.
Klósettin í þessum skóla eru til dæmist til skammar. Allt of oft er enginn klósettpappír, það hefur reyndar batnað en lengi má gott bæta. Handþurkkurnar eru oft búnar og eða handklæðin, ruslatunnurnar fullar ef þær eru til staðar, engin sápa, ekkert rennsli úr krönunum. Á klósettinu á 1. hæð í Árnagarði er klósettlokið brotið á einu salerninu og hefur verið þannig í mörg ár. Sápuskammtararnir eru bara opnir og allt er má svona frekar mikið muna sinn fífil fegri.
Í allt of mörgum stofum er innstunguhallæri, sérstaklega í Aðalbyggingu og víða afar lélegt eða ekkert þráðlaust netsamband. Í mörgum stofum virkar skjávarpinn ekki nema öll ljós séu slökkt sem er afar svæfandi. Já það er margt sem þarf að laga.
Hvernig væri að birta próftöfluna aðeins fyrr, lok febrúar er bara allt of seint.
Klósettin í þessum skóla eru til dæmist til skammar. Allt of oft er enginn klósettpappír, það hefur reyndar batnað en lengi má gott bæta. Handþurkkurnar eru oft búnar og eða handklæðin, ruslatunnurnar fullar ef þær eru til staðar, engin sápa, ekkert rennsli úr krönunum. Á klósettinu á 1. hæð í Árnagarði er klósettlokið brotið á einu salerninu og hefur verið þannig í mörg ár. Sápuskammtararnir eru bara opnir og allt er má svona frekar mikið muna sinn fífil fegri.
Í allt of mörgum stofum er innstunguhallæri, sérstaklega í Aðalbyggingu og víða afar lélegt eða ekkert þráðlaust netsamband. Í mörgum stofum virkar skjávarpinn ekki nema öll ljós séu slökkt sem er afar svæfandi. Já það er margt sem þarf að laga.
Hvernig væri að birta próftöfluna aðeins fyrr, lok febrúar er bara allt of seint.
Subscribe to:
Posts (Atom)