Wednesday, November 30, 2005

Alltaf er kallapólitíkin er söm við sig.

Tuesday, November 29, 2005



Ég stal þessum link frá Eyju en hann er næstum því fyndnari en Wulffmorgenthaler og þá er nú mikið sagt. Skemmtilegt að við skulum notast við sama sniðmát (e. template).
Ég var að læra nýtt flott orð, littoral en það þýðir flæðarmáls-; fjöru- eitthvað. Ég er að hamast við að gera fyrirlestur sem ég á að flytja á fimmtudaginn ásamt fjórum öðrum krökkum. Strákarnir voru að fatta í dag að þeir þyrftu kannski að fara að gera eitthvað í sínum hluta, alveg dæmigert.
Ég hafði það afar gott um þakkargjörðarhátíðina hjá henni Áslaugu. Rútferðin frá New York til Boston með því mistæka rútufyrirtæki Fung Wha Bus tók 7 tíma en það telst seint eðlilegt. Ég var bara 4 tíma á leiðinni til baka og það var með 20 mínútna stoppi.
Ég gerði margt í fríinu en ekkert tengt skólanum. Ég bjó mér til eyrnalokka, hjálpaði Áslaugu að baka tvær kökur horfði á eina mjög góða bíómynd, The Girl in the Café sem gerist á Íslandi og aðra arfa lélega, Le Divorce sem gerist í Frakklandi.
Ég las líka skemmtilega bók sem heitir Empire Falls sem gerist einmitt í Maine þar sem ég var gestkomandi um helgina. Það var æðislegur jólasnjór í Maine og kalt og hressandi, síðan ég kom aftur í eplið hefur verið 15-19°C hiti. Ég bara veit ekki hvort það kemur nokkurn tíman vetur hér, mér skilst reyndar að það hafi snjóað á sjálfan þakkargjörðardaginn en ég sá það ekki sjálf og trúi því tæplega.

Tuesday, November 22, 2005

Ég gleymdi að fagna því að Maine ferðin mun gefa mér langþráð tækifæri til að nota nýju fínu úlpuna mína. Veðrið hér hefur verið svo gott, hitinn er bara einu búinn að læðast rétt niður fyrir frostmark að ekki hefur verið tilefni til að dúða sig.
Ég vil líka benda á nýja blogg-tengla hér á hægri hönd.
Stefnan er tekin til Maine á morgun. Tekið verður af stað frá Kínahverfi New York borgar og ekið þaðan með kínverskum hópferðabíl til Boston, sá leggur ætti að taka um 4 1/2 tíma. Vonandi verða engar meiriháttar tafir svo ég nái rútunni frá Boston til Portland kl. 20. Til Portland sækir Áslaug mig svo. Dagskráin er nokkuð opin, eitthvað verður kíkt í búðir, hátíðarsnæðingur verður hjá vinkonum Áslaugar sem eru með smíðaverkstæði. Líklega held ég svo heim á leið á laugardaginn enda næg verkefni fyrir hönum í skólanum. Merkilegt hvað nóvember hefur farið hratt yfir. Á fullveldisdaginn á ég að kynna hópverkefni um þjóðerni og hagkerfi (ethnicity & economy) í tengslum við víkinga, kelta og picta á Bretlandseyjum, 6. des þarf ég að kynna ritgerð og svo þarf ég auðvitað að skrifa ritgerðir líka. Jamm nóg að gera.
Ég fór í bíó með Colin, Eriku og Jeff í gær á Goodnight and Good Luck. Stórgóð mynd og sérlega fróðleg, ansi skörp ádeila á nútímann líka, fjölmiðla almennt en sérstaklega sjónvarpið. Við ætluðum að sjá nýju Harry Potter myndina en það var svona líka svakalega uppselt á hana. Ætli við reynum ekki bara aftur síðar.

Thursday, November 17, 2005

Biskup segir að öll þjóðin sé á móti hjónavígslum samkynhneigðra. Ég veit ekki hvernig fólk hann umgengst eiginlega en það er varla mjög gott. Ég efast líka stórlega um að ríkisstjórnin væri að breyta lögum um réttindi samkynhneigðra ef þeir héldu ekki að þeir hefðu stuðning þjóðarinnar til þess. Sjálfri finnst mér þetta eitthvað það stærsta mannréttindamál sem komið hefur fyrir Alþingi Íslendinga síðan að konur fengu kosningarétt.
Ég held að þjóðkirkjan ætti bara að þakka fyrir að samkynheigðir vilji yfir höfuð hafa eitthvað með hana að gera. Meira ruglið.
Hér er farið að kólna all verulega af útbúnaði fólks að dæma, allir komnir með húfur, trefla og vettlinga og í þykkum úlpum. Sjálf fór ég út á jakkanum og mér fannst veðrið hreint yndislegt og alls ekki kalt enda var 8°C hiti. Já, Kanar eru svolítið spes.

Tuesday, November 08, 2005

Ég fjárfesti í geggjuðum skóm í dag í Steve Madden og fékk meira að segja afslátt þó þeir séu alveg hámóðins. Þeir eru lágbotna, svartir með meðal-oddhvassri tá og bara alveg hreint æðislegir. Ég snæddi líka ljúffenga kúbverska samloku með kjúkling, gaurinn reif kjötið bara af lærinu og skellti því á brauð, nammi namm.
Þegar baráttu minni við skattinn er lokið tekur að sjálfsögðu bara annað við. Í dag hafði ég betur í baráttu minni við Cingular, ég er orðin ansi góð að hóta fólki á kurteislegan hátt í gegnum síma. Annars er merkilegt hvað Kaninn er spenntur fyrir að gera alla mögulega og ómögulega hluti í gegnum síma. Ég hélt að það væri auðveldara að fara bara í Cingular búðina en nei gaurinn þar sagði mér bara að hringja. Auðvitað þarf maður alltaf að bíða mjög lengi eftir að fá að tala við mannverur en núna get ég allt!
Mamma Eriku hringdi í heimasíman í gær eftir kl. 21. Ég missti út úr mér að Erika kæmi líklega ekkert heim í kvöld en mamman má alls ekki vita að þau gisti saman. Til að bjarga mér úr klípunni var ég næstum búin að segja að hún hefði ekkert verið heima alla helgina og ég vissi því ekkert hvað hún væri að gera en ég náði að stoppa mig. Stuttu seinna kom Erika heim og ég sagði henni strax sem var. Hún hringdi snarlega í móður sína og laug sig úr klípunni með því að segja að ég væri bara vitlaus útlendingur sem hefði bara misskilið hana svona rosalega. Mér finnst afar spaugilegt að fullorðið fólk megi ekki gista saman, en ég er líka skrítin.

Monday, November 07, 2005

Í dag lærði ég margt og mikið um mannát og reðurhylki. Ég fór í einhverja þá ógeðfelldustu kennslustund sem hingað til á mínum langa skólaferli. Þetta var samt allt afar áhugavert en kannski full mikið að taka þetta bæði fyrir í einum tíma. Við ákváðum nokkur að fara á bar eftir tíma til að jafna okkur. Þegar á barinn var komið föttuðum við að enginn ameríkani var með í för, heldur ég frá Íslandi, Ramona frá Austurríki, Slobodan frá Serbíu og Paola frá Líbanon. Við skemmtum okkur því konunlega við að gera grín að okkar ágætu gestgjöfum og ræða evrópska menningu.
Ég hef unnið stórsigur í baráttu minni við amerískt skrifræði, ég er loksins komin með Taxpayer númer. Vei vei. Af því tilefni ákvað Cingular farsímafyrirtækið mitt að loka á símann minn af óskilgreindum ástæðum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur mér ekki enn tekist að kippa því í lag. Eftir sigur minn á skattinum er ég hins vegar tilbúin í hvað sem er og gefst ekki auðveldlega upp.
Ég hlakka annars mikið til teitis hjá Ragnheiði Helgu næsta föstudag og það er bara allt í full swing.

Friday, November 04, 2005

Úr pistli eftir Maureen Dowd í The New York Times frá 30. október:

Forty years after the dawn of feminism, the ideal of feminine beauty is more rigid and unnatural than ever.
When Gloria Steinem wrote that "all women are Bunnies," she did not mean it as a compliment; it was a feminist call to arms. Decades later, it's just an aesthetic fact, as more and more women embrace Botox and implants and stretch and protrude to extreme proportions to satisfy male desires. Now that technology is biology, all women can look like inflatable dolls. It's clear that American narcissism has trumped American feminism.

Tuesday, November 01, 2005

Í gær var ég í lyftu með norn. Á leiðinni heim var Obi-wan að passa neðanjarðarlestarvagninn minn ásamt einhverri persónu úr Matrix myndunum.
Skrifborðið mitt er fullt af drasli og þegar ég kom heim frá Íslandi/Danmörku biðu tvö leiðinleg bréf frá IRS um taxpayers númerið og ég þarf að fara þangað á morgun, vei.
Annars var afar fallegt veður í dag og ég fór í klippingu og litun í dag og ég er alveg svakalega sæt. Ég keypti líka úlpu þannig að mér verður ekki kalt þegar veturinn kemur.