Sunday, January 29, 2006
Nýja besta vinkona mín Quin er búin að spyrja mig hvort ég vilji koma með henni og Ashley sem er hin nýja vinkona mín til Púertó Ríkó í lok maí. Mig langar afar mikið að fara, hvað finnst ykkur kæru lesendur?
Annars fórum við Paola, líbanska vinkona mín, að skoða gallerí í Chelsea í gær. Það var rosalega gaman að sjá fullt af skrítinni nútímalist, flottus fannst mér nokkurs konar klippimyndir eftir þennan gaur http://www.dylangraham.nl/. Það var líka eitt listaverk sem var eins og sviðasulta og annað sem var úrkynjaður ávaxtagarður sem var sérlega ógeðfelldur á að líta.
Ég fór líka á stefnumót í gærkvöldi, fyrsta ameríska stefnumótið mitt og það var mjög gaman, hugsa að ég eigi eftir að hitta gaurinn aftur...
Monday, January 23, 2006
Það hefur margt á daga mína drifið síðan ég skrifaði seinast. Íris og Hjördís eru búnar að vera í heimsókn, það hefur mikið verði verslað, djammað, kjaftað og bara almennt stuð. Loksins er ég farin að skilja eitthvað í næturlífinu hér, túrsitarnir djamma um helgar en New York búar virka daga, þá helst miðvikudaga og fimmtudaga. Við fórum í brunch, hand- og fótsnyrtingu, á Metropolitan safnið, Knicks leik (þeir stórtöpuðu), ég er búin að kynnast tveimur frábærum stelpum í gegnum Jessicu vinkonu Hjördísar frá Boston (og kannski einum strák...), þær Ashley og Quinn drössluðust um allt með okkur stöllurnar og sýndu okkur ýmislegt skemmtilegt. Ég keypti svaðalega flotta svarta handtösku í Williamsburg í gær, ég hugsa að ég flytji þangað næsta haust, miklu skemmtilegra hverfi, betur staðsett og svona en þar sem ég er núna.
Ég segi meir frá síðar og kannski koma líka myndir ef ég nenni.
Annars er ég bara spennt að byrja í skólanum aftur.
Ég segi meir frá síðar og kannski koma líka myndir ef ég nenni.
Annars er ég bara spennt að byrja í skólanum aftur.
Friday, January 13, 2006
Við erum nýbúin að velja 300 þúsundasta Íslendinginn og var það mikið og fáránlegt fár, það sama virðist vera uppi á teningnum í henni Ameríku nema það er 300 milljónasti íbúinn sjá hér.
Annars er ég að fara út til Boston í dag með Írisi og Hjördísi og á ennþá eftir að pakka og gera 354943582346 hluti svo er ég líka sybbin en samt voðalega spennt.
Annars er ég að fara út til Boston í dag með Írisi og Hjördísi og á ennþá eftir að pakka og gera 354943582346 hluti svo er ég líka sybbin en samt voðalega spennt.
Tuesday, January 10, 2006
Monday, January 09, 2006
Svefnleysi er nýja kraftaverkameðalið. Ég vakti í alla nótt, fyrst til að klára ritgerð og svo Aragóarflísina eftir Sjón og svo gat ég ekki sofnað þannig að ég fór bara aftur á fætur kl. 5. Í dag er ég búin að fara í sund, í bólusetningu, á fund, á Bókhlöðuna, skila drasli, kaupa bók í Bóksölu stúdenta (hið stórskemmtilega meistaraverk Fiskurinn sem munkunum þótti bestur), vinna í verkefni, naglalakka mig, taka til og bara endalaus afköst. Mér líður samt frekar furðulega. Annars sá ég stelpu bakka á Kratatippi fyrir utan Hlöðuna og ég fékk svona Schadenfreude. Ég ætlaði að segja eitthvað meira merkilegt en ég er búin að gleyma því.
Sunday, January 08, 2006
Saturday, January 07, 2006
Það er gaman að vera á Íslandi. Tók magnað þrettándadjamm í gær með gellunum, sbr. meðfylgjandi mynd. Hjördísi skal héðan í frá kalla Perrannn. Þarna kom hennar rétt eðli loks í ljós. Ásta ætlar í Ædolið næst, en Vaka rústaði samt SingStar þetta kvöld. Vaka sá um sminkið og svo voru drukknir margir Mojito og ófáar fullnægingar, þetta var þrusu-kvöld.
Dagurinn í dag fór svo í góða þynnku, mat hjá ömmu og Náttúrulausa tónleika. Þeir voru magnaðir, ég fékk Hróarskeldu fiðring. Björk var brill að venju en mest á óvart kom Damien Rice sem ég hélt mér finndist of væminn en svo er hann bara fínn. Hjálmar voru mjög góðir en Mugison og Sigurrós hefðu mátt taka meira en eitt lag mín vegna. Á eftir tókum ég Dísa og Vaka smá rúnt niður Laugaveginn og var ekki bara Bobby Fisher mættur í góðu stuði.
Thursday, January 05, 2006
Á áramótunum var mikið djamm og mikið gaman. Ég vil þakka skipuleggjendum Hressó-gleðinnar vel unnin störf, snældusnúðurinn var snilld og ég dansaði og dansaði og dansaði og svo bauð indverskur maður mér fótanudd og það var svaka gaman að hitta alla.
Á föstudaginn er svo meira djamm og tónleikar á laugardaginn, nóg að gera.
Ég fór á Bókhlöðuna í gær (og reyndar líka í dag) frekar sorglegt en auðvitað hitti ég þar fyrir hann Gunnar Pál. Ég hef sterkan grun um að hann haldi heimili í einhverjum af litlu vinnuklefunum en get ekki sannað það að svo stöddu.
Ég lauk í gær við bókina Skuggi vindsins eftir spænskan gaur sem ég man ekki hvað heitir, mjög góð, nú á ég bara eftir að lesa Aragóarflísina og Hrafninn og þá eru íslensku jólabækurnar búnar.
Ég er líka að fara í leikhús á föstudaginn á Eldhús eftir máli sem byggt er á smásögum Svövu Jakobsdóttur, ég er spennt. Ég er líka að fara í myndatöku með öllum bræðrum mínum á föstudaginn svolítið blendar tilfinningar gagnvart því en vonandi koma myndir vel út.
Nú verð ég að halda áfram að skrifa ritgerð.
Á föstudaginn er svo meira djamm og tónleikar á laugardaginn, nóg að gera.
Ég fór á Bókhlöðuna í gær (og reyndar líka í dag) frekar sorglegt en auðvitað hitti ég þar fyrir hann Gunnar Pál. Ég hef sterkan grun um að hann haldi heimili í einhverjum af litlu vinnuklefunum en get ekki sannað það að svo stöddu.
Ég lauk í gær við bókina Skuggi vindsins eftir spænskan gaur sem ég man ekki hvað heitir, mjög góð, nú á ég bara eftir að lesa Aragóarflísina og Hrafninn og þá eru íslensku jólabækurnar búnar.
Ég er líka að fara í leikhús á föstudaginn á Eldhús eftir máli sem byggt er á smásögum Svövu Jakobsdóttur, ég er spennt. Ég er líka að fara í myndatöku með öllum bræðrum mínum á föstudaginn svolítið blendar tilfinningar gagnvart því en vonandi koma myndir vel út.
Nú verð ég að halda áfram að skrifa ritgerð.
Subscribe to:
Posts (Atom)