Sunday, August 27, 2006

Mexico city er æðisleg borg. Í gær lenti ég óvænt í mexicósku brúðkaupi, brúðhjónin voru 17 ára og athöfnin var skipulögð á einni viku. Bienne vinkona mín vildi meina að það benti til þess að brúðurin væri ólétt.
Ég fór líka og skoðaði Teothichan í gær ótrúlega flottar fornleifar og óhugnalegt að hugsa til þess að þarna reisti siðmenning heila borg sem við vitum næstum því ekkert um og skiljum lítið í.
Ráðstefnan hefur gengið mjög vel og ég er búin að kynnast svolítið af fólki, það er mjög gaman að sjá hvað fólk er að gera ólíka hluti með beinin sín.
Mótmælin vegna kosninganna sem rætt hefur verið um í fjölmiðlum eru afar friðsamleg og setja skemmtilegan svip á mannlífið hér.
Ég mun segja meira frá dvöl minni við tækifæri.

2 comments:

Anonymous said...

Gott að heyra að þú skemmtir þér vel í Mexíkóborg.

Pabbi

Anonymous said...

Endilega kaupa sombrero (og tequila) handa mér :D