Það er ömurlegt að reyna að finna nýja íbúð í þessari borg. Hér er ótrúlega mikið framboð af furðulegu húsnæði, svefnherbergi þar sem ekkert rúm kemst fyrir, railroad íbúðir þar sem öll herbergin eru í beinni línu og ganga þarf í gegnum herbergi til að komast á milli, sem sagt ómögulegt ef maður vill einkalíf, hér eru allar íbúðir með örsmáa glugga og almennt séð mjög litlar sem væri svo sem í lagi ef þær væru ekki líka skelfilega dýrar, í vondum hverfum og langt frá lestinni. Algjör snilld. Vonandi rætist samt úr þessu hjá okkur Eriku.
1 comment:
Er þá gamla íbúðin ekki bara fín eftir allt.
Post a Comment