Stundum er mjög skrítað að búa hér í New York. Undanfarnar 2 vikur hafa staðið yfir tökur á væntanlegri Will Smith mynd niðri við Washington Square Park sem er rétt hjá þar sem ég fer í NYU tímana mína. Stundum hefur götum í nágrenninu verið lokað vegna þess og í seinustu viku var búið að setja upp fullt af bílum sem leikmuni, þeir voru allir voðalega rykugir og svo var gervigras látið "vaxa" upp á milli gangstéttarhellanna og þeir voru líka með vindvél á staðnum.
Í kvöld bauð einn af prófessorunum okkur í mat heim til sín og það var alveg hreint yndislegt. Ég finn alltaf meira og meira hvað ég sakna þess að koma heim til fólks þar sem það hefur búið í mörg ár, allir sem ég þekki hér flytja ca. einu sinni á ári og það nær einhvern vegin ekki að koma ekta heimilislegur andi jafnvel þó fólk geri voða kósí.
1 comment:
Hvaða mynd er þetta?
Post a Comment