
Ég fór á snilldartónleika með Badly Drawn boy á fimmtudaginn með Paolu í Hiro Ballroom sem er niðri í Meatpacking hverfinu. Íris og Hjördís muna kannski eftir staðnum, við fórum þangað í janúar afar seint um nótt. Staðurinn er mjög flottur, allt er skreytt í japönskum stíl með rauða veggi og pappírsljós.
Badly Drawn Boy var í góðu stuði, tók alla slagarana og spilaði heillengi, svaka stuð.
1 comment:
Oh, ég dýrka Badly Drawn Boy :)
Post a Comment