Ég er alveg að verða búin að koma mér fyrir. Ég var að enda við að troða fötunum mínum í pínulitla skápinn minn. Það komst ekki mikið fyrir og nú er kommóðan líka smekkfull, skápapláss er gott pláss.
Ég á enn eftir að klára að skrúbba eldhúsgólfið svo að allar fúurnar verið hvítar en ekki bara sumar og svipað þarf að fara fram á baðinu.
Ég ætla líklega að setja upp nýjan lyfjaskáp og fleiri handklæðaslár. Það á líka eftir að klára að raða í eldhúsið og hengja upp fleiri myndir og spegilinn minn en þetta er bara orðið ansi hreint kósí hjá mér.
Eimskips-dagatalið er loksins komið upp og minnismiðataflan mín, hvorugt gerðist svo frægt að prýða veggi gömlu íbúðarinnar.
Ég á líka eftir að redda einhverju kerfi til að geyma útifötin mín, núna hanga þau á skrifborðsstólnum ekki alveg nógu sniðugt.
1 comment:
oh þú ert svo dugleg, ég hlakka til að kíkja í heimsókn
geturðu ekki fengið þér svona standandi fataslá fyrir útifötin(man ekki hvað það heitir) eins og í pleasantville þegar pabbinn henti alltaf hattinum og hitti beint á slána...
Post a Comment