Wednesday, November 15, 2006
Af mbl.is
Erlent | AFP | 15.11.2006 | 14:32
Þing Pakistans samþykkir breytingar á lögum um nauðgun og hjúskaparbrot
Þing Pakistans samþykkti í dag að stjórnarfrumvarp um að breyta lögum, sem gilt hafa í landinu um nauðgun og hjúskaparbrot en þau lög byggjast á íslömskum bókstafstrúarlögum.
Gömlu lögin, sem eru 27 ára gömul, gerðu kváðu á um að kona, sem vildi kæra nauðgun, þyrfti að leiða fram fjóra karla sem vitni en ella gæti hún átt yfir höfði sér ákæru fyrir hjúskaparbrot.
Íslamskir bókstafstrúarmenn úr röðum þingmanna tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni um nýja frumvarpið í dag og vöruðu því því, að breytingarnar myndu breyta Pakistan í þjóðfélag þar sem frelsi í kynferðismálum yrði ríkjandi.
Alltaf gaman þegar góðir hlutir gerast þó að vissulega mættu þeir oft gerast miklu hraðar.
Ég sá Borat í bíó, það er fyndin mynd.
Mér fannst ekki jafn fyndið að Árni Johnsen skildi vinna í prófkjöri Sjálfstæðismanna, að 3000 manns hafi kosið hann er hneyksli. Ég er alveg sammála því að hann sé búinn að taka út sína refsingu og hann fullan rétt á að fá tækifæri til að vinna fyrir sér og hvað eina en ég sé bara ekki að maðurinn eigi neitt einasta erindi aftur á þing og þangað er hann að fara. Hann fékk þar sitt tækifæri og gerði ekki gott úr því, mér finnst hann ætti tvímælalaust að reyna fyrir sér annars staðar.
Ég fór annars á MoMa (Museum of Modern Art) um daginn og það var snilld að venju en því miður var búið að taka niður myndbandsverk Steinu Vasulkas, það fannst mér leiðinlegt. Verkið er skemmtilegt og það kitlaði óneitanlega þjóðerniskenndina að hafa verk eftir Íslending uppi á svo stóru og þekktu safni.
Annars er það helst í fréttum að ég hef verið löt við að blogga og ég sá Johnny Knoxville úr Jackass hjá NYU í seinustu viku. Hann var ósköp villtur eitthvað og ég var að hugsa um að bjóða fram aðstoð mína en ég var að verða of sein í tíma svo ég hætti við. Ég hefði líklega ekki tekið eftir honum nema af því að hann var í allt of stuttum buxum sem kom mér spánskt fyrir sjónir svo ég leit aftur á hann. Hann er líka sætur í eigin persónu ef einhver var að velta því fyrir sér.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Jeminn, en gott að lögin breyttust. Hvernig ætli lögin frá því fyrir '78 hafi verið?
Já þetta er svakalega með Árna kallinn. En málið er að mörgu fólki fannst þetta skársti kosturinn. Hvað segir það um aðra frambjóðendur?
já sammála, þessi frétt varðandi löggjöf í Pakistan er ótrúleg!
Hafðu það gott Albína mín, við hlökkum til að sjá þig m jólin.
mvk. Marta Margrét
ég er alveg sammála þér með Árna..þetta er algjör skandall og nú eru þeir líka í smá klípu..sjálfstæðismenn..þar sem fíflið..Árni.. sagði í sjánvarpsviðtali að þjófnaðurinn sem hann sat inni fyrir hefðu verið...tæknileg mistök...spáið í vitleysing
Post a Comment