Til Guggu og fleiri sem eru eitthvað ruglaðir varðandi flutninginn
Við Erika fluttum saman til Astoria af því að gamla íbúðin okkar var of dýr og staðsetninging var ekki nógu heppileg til að komast í skólann. Núna erum við í mjög fínni íbúð með tveimur alvöru baðherbergjum, ég er með sér svefnherbergi og skrifstofu.
Hverfið er líka allt öðruvísi, allir í húsinu eru hispanic nema ég ekki bara leiðinda uppar eins og á gamla staðnum. Það er líka alvöru matvörubúð hérna rétt hjá sem er alveg æði svo þetta er allt í ágætis lukkunnar velstandi.
Það er ennþá nóg pláss fyrir gesti og góður stemmari bara.
Í kvöld þarf ég að fara í móttöku útaf styrk sem ég fékk frá CUNY, ég get engan veginn ákveðið í hverju ég á að fara, maður veit aldrei með þessa Ameríkana hvort þeir verða fínir eða ekki.
2 comments:
takk fyrir þessar útskýringar Albína mín, mér líður miklu betur núna þegar ég er ekki lengur í myrkri varðandi þessa flutninga þína:)
Hillú.
Ákvað að kommenta bara til aðláta vita að ég skoða síðuna þína ;)
Frábært að skulir vera komin með vetri íbúð....á góðum stað og solleiðis! Verðurur ekki að fara að læra spænsku? hhehehe
Post a Comment