Eyja klukkaði mig og þar sem ég svaraði aldrei seinasta klukki þá verð ég víst að gera eitthvað í þessu núna...
Hérna eiga að vera hlutir sem fólk veit ekki um mig en þar sem ég er mikil blaðurskjóða og tala stanslaust um sjálfa mig þá fannst mér þetta erfitt.
1. Mér finnst Korn svakalega skemmtileg hljómsveit, ég á alla diskana og langar svakalega mikið á tónleika með þeim.
2. Ég þoli ekki nagla-afklippur, almennt er ég ekki viðkvæm og klíjugjörn en mér finnst þær ógeð.
3. Ég hef aldrei komið til Norges.
4. Húsafell í Þórsmörk er fallegasti staður á Íslandi.
5. Þegar ég var lítil þorði ég ekki að fara niður í kjallara því ég hélt að það myndi koma vampíra að bíta mig.
6. Ég hef bara beinbrotnað einu sinni, þegar litli puttinn minn klemmdist á Hjónagörðunum.
7. Ég er spennt að lesa nýju Harry Potter bókina.
8. Mér finnst kálbögglar (og kjötfars almennt) versti matur í heimi.
Gaman væri nú að vita hvort fólk vissi þessa hluti almennt.
Annars er allt ágætt að frétta héðan úr Vatnsfirði, veðrið hefur verið mjög gott og ég kem aftur í bæinn á laugardaginn og fer svo út til Prag 2. til 10. ágúst og svo út til New York 17. ágúst.
5 comments:
Hehe :) ég vissi þetta með naglaafklippurnar :) Versta martröð skúringakonunnar, er það ekki?
Mikið ofboðslega er ég sammála þér um kálbögglana.
Þú og Nonni eigið alla vegana atriði númer átta sameiginlegt.
Svo er eitt sem ég held að fæstir vita um þig...sem ég veit þó.....þú átt alveg ógeðslega mikið af herðatrám :)
Mér finnast kálbögglar góðir, ég er kannksi eitthvað skrýtin. En hvað um það, mikið var gaman að heyra í þér í útvarpinu áðan. Kveðja, Mainebúinn
Það voru kjötfars og kálbögglar í matinn hér í kvöld. Líklega þó skárra en briiiimsalta kjötsúpan í síðustu viku sem var óæt þrátt fyrir að fólk þynnti hana vel út með tevatni.
Post a Comment