Síðastliðinn mánudag komu fréttamaður og myndatökumaður frá Sjónvarpinu í heimsókn í Vatnsfjörð og tóku við tal við Mjöll Snæsdóttur um uppgröftinn á nýja bænum, Kareni Milek um uppgröftinn á víkingaaldarsvæðinu og við mig um fleytingu. Við biðum mikið eftir því að þetta kæmi í sjónvarpinu en á endanum kom bara viðtalið við mig í Morgunvaktinni á föstudaginn, þið getið hlustað hér.
Ég er nokkuð ánægð með eigin frammistöðu enda er ég langt frá því að vera sérfróð um fleytingar og greiningu plöntuleifa úr fornleifauppgröftum.
2 comments:
Flott viðtal, þú hljómar mjög fagmannlega :)
þú komst í kvöldfréttunum í kvöld, RÚV alltaf fyrstir með fréttirnar :)
Post a Comment