Við erum flutt inn, þetta hafðist og við gleymdum bara tannburstum og tannkremi í gömlu íbúðinni.
Nú er bara að ganga frá öllu saman. Við erum ekki netlaus eins og við óttuðumst því einhver hér í blokkinni er með þráðlausa netið sitt opið.
Við erum alveg búin á því og þó er klukkan ekki orðin 4. Það er erfitt að flytja.
Tuesday, October 30, 2007
Sunday, October 28, 2007
Jæja þá er komið að því, við Mike flytjum á þriðjudaginn. Við hömuðumst við að pakka í gær og erum langt komin. Í dag þurfum við að fara að kaupa okkur sjónvarp og DVD spilara og klára að pakka. Hér má sjá staðsetningu íbúðarinnar, rétt hjá neðanjarðarlestarstöð í frekar indversku hverfi. Við Mike erum spennt fyrir að geta keypt naan-brauð á 50 cent.
Ég mun reyna að setja upp myndir af íbúðinni fljótlega en þar sem við verðum net-, síma- og sjónvarpslaus í íbúðinni til 5. nóvember þá gæti það tafist. Við vorum víst heldur sein að panta menn frá cable fyrirtækinu sem setur allt þetta fínerí upp.
Ég mun reyna að setja upp myndir af íbúðinni fljótlega en þar sem við verðum net-, síma- og sjónvarpslaus í íbúðinni til 5. nóvember þá gæti það tafist. Við vorum víst heldur sein að panta menn frá cable fyrirtækinu sem setur allt þetta fínerí upp.
Friday, October 26, 2007
Saturday, October 20, 2007
Monday, October 15, 2007
Amma, afi, mamma og Varði bróðir eru farin og á morgun er ég að fara til Frakklands á ráðstefnu í Antibes og eftir hana ætla ég að hitta Hildi í Montpellier í nokkra daga.
Afmælið mitt var æði, gaman að hafa fjölskylduna hjá mér. Takk fyrir allar kveðjurnar, símtölin, kortin og gjafirnar.
Afi samdi handa mér eftirfarandi vísu
Vinna, greina, velja, þrá
vera í léttu stuði.
Ótal óskir okkur frá
í öllu þínu puði.
Það er aðeins farið að kólna hérna en veðrið er samt ennþá gott.
Nú þarf ég að klára að taka mig til.
Afmælið mitt var æði, gaman að hafa fjölskylduna hjá mér. Takk fyrir allar kveðjurnar, símtölin, kortin og gjafirnar.
Afi samdi handa mér eftirfarandi vísu
Vinna, greina, velja, þrá
vera í léttu stuði.
Ótal óskir okkur frá
í öllu þínu puði.
Það er aðeins farið að kólna hérna en veðrið er samt ennþá gott.
Nú þarf ég að klára að taka mig til.
Subscribe to:
Posts (Atom)