Nú er erfitt að vera Albína því það er margt sem heillar. Á seinustu kóræfingu komu fram áætlanir um að kórinn skellti sér til London um Hvítasunnuna. Það yrði skemmtileg ferð og eftirminnileg. Ég hef aldrei komið til London og því langar mig mikið með. Á hinn bóginn var ég búin að ákveða að fara á Hróarskeldu í lok júní enda mun hin goðsagnakennda Iron Maiden koma þar fram og líklegt er að tækifærunum til að sjá töffarana spila fari að fækka. Fjárhagsstaða mín er aftur á móti alls ekki sterk um þessar mundir og standa því allar þessar áætlanir á brauðfótum. Að auki hafði ég áformað að vinna við fornleifauppgröft í sumar ef mögulegt væri til að öðlast reynslu og enginn nennir að ráða einhvern sem alltaf er í fríi í vinnu.
Ég óska því hér með eftir styrkjum til þess að ég geti haft það skemmtilegt í sumar. Áhugasamir geta send emil á albina@hi.is.
No comments:
Post a Comment