Svo virðist sem Albaunin sé bara alls ekki eins óheppin og talið var. Nú hefur endanlega verið ákveðið að farið verði í umrædda kórferð til London þó að 6. bekkingar komist ekki með. Það er að sjálfsögðu leiðinlegt en svo verður bara að vera.
Annars er það helst í fréttum að það var æðislega gaman hjá mér um helgina. Á fimmtudagskvöldið fór ég að sjá Rjúpurnar spila á Champions í Grafarvogi. Það var mjög gaman og þeir frumfluttu þar fyrsta frumsamda lagið sitt. Það var ágætt og vonandi halda þeir áfram að semja sitt eigið efni.
Á föstudaginn fórum við vinkonurnar svo á Með fullri reisn og það var mjög gaman en sannast sagna fékk ég algjöran óver dós af karlmannsrössum um helgina. Ég veit ekki hvort það er gott eða slæmt.
Á eftir ætluðum við svo að djamma en Ásta beilaði því hún vildi komast í trimm morguninn eftir. Við kíktum í eitt stykki Versló tvítugsafmæli. Það var sérstök upplifun, við pössuðum MJÖG illa inn í það umhverfi. Svo ákváðum við að kíkja í Fróða-partý í Grafarvogi. Það tók samt um klukkutíma að komast þangað. Fyrst þurfti að kaupa pyslur fyrir liðið þar sem foreldrar okkar höfðu verið að standa sig illa í að elda kvöldmat. Þá þurfti að fara heim til mín að ná smá lífsvatn. Þá þurftum við að villast í Grafarvogi í svolítið langan tíma. Fyrst fundum við ekki Rima-hverfið, þegar það var loksins fundið ætluðum við ekki að finna réttu götuna og þegar hún var fundin var húsið týnt. Þetta hafðist þó allt á endanum og við komumst í partý. Þar voru allir orðnir vel hífaðir og góð stemmning í mannskapnum. Á staðnum var líka svakalegt geisladiskasafn húsráðanda og var tónlistin því til mikillar fyrirmyndar. Í þessu ágæta teiti náði ég með smá hjálp að klára Baliey's flösku sem ég fékk í tvítugsafmælisgjöf. Reynt var að sannfæra mig um að kjósa Vinstri-græna sem tókst reyndar ekki en velti samt upp ákveðnum áleitnum spurningum. Klukkan fjögur var svo haldið heim á leið og einhvernveginn náði ég að skakklappast upp í rúm án þess að vekja alla blokkina.
Á laugardaginn fór ég í heimsókn til ömmu og afa og fékk þar svið og þótti gott. Við mamma skelltum okkur svo í Smáralindina og þar gerði ég alveg gasalega góð kaup á útsölu. Næst var ferðinni heitið til pabba. Þar var kjötsúpa í matinn og Vaka kom og borðaði með okkur. Þar sem Vaka vildi endilega fara niður í bæ þá fórum við heim til hennar og hún skipti um föt. Svo tókum við nokkra Laugara en það var ekkert að gerast í bænum svo við fórum heim til mín svo ég gæti skipt um föt og svo aftur niður í bæ. Við settumst inn á Sólon og fyrr en varði fór að drífa að óvenju mikið af fallegum karlmönnum. Á endanum voru næstum allir keppendurnir í Herra Ísland mættir á staðinn ásamt sigurvegaranum. Að sjálfsögðu settist hann á næsta borð við okkur Vöku. Á endanum þoldum við ekki alla þessa fegurð og fórum í partý til bróður Hjördísar og hans ekta kvinnu á Grundarstígnum. Þar drukku Hjördís og Vaka mikið af Hot'n Sweet og urðu drukknar. Það sem gerðist eftir það er ekki fyrir viðkæmar sálir og verður ekki sagt frekar frá því. Þar sem ég var enn að jafna mig eftir kvöldið áður var ég bara driver sem var fínt þar sem ég fékk að keyra nýja bílinn hennar Vöku sem er algjör skruggu kerra.
Á sunnudaginn tók ég það rólega, horfði á leikinn og safnaði kröftum.
No comments:
Post a Comment