Írakshornið
Það er eitt varðandi þetta Íraksmál allt saman sem ég hef mikið verið að velta fyrir mér. Nú eru vopnaeftirlitsmenn þar að leita að gereyðingarvopnum. Ef við segjum sem svo að Írakar eigi alls engin gereyðingarvopn en allir aðrir eru vissir um það og leita og leita en finna aldrei neitt en trúa samt ekki að Írakar eigi ekki slík vopn hvað er þá hægt að gera? Ef við segjum sem svo að Írakar eigi gereyðingarvopn þá eru þeir í mjög vondum málum og hafa bara um tvo kosti að velja og báða mjög slæma. Þeir gætu ákveðið að segja frá því, leyft vopnaeftirlitsmönnum að skoða þau og jafnvel látið þau af hendi. Þá ættu þeir yfir höfði sér að Bandaríkin segðu þeim stríð á hendur, settu enn strangara viðskiptabann, tækju landið herskyldi eða eitthvað í þá áttina. Einnig væru yfirgnæfandi líkur á að enginn myndi trúa að Írakar hefðu sagt frá öllum vopnum sínum og þeir væru aftur á núllpunkti. Hinn kosturinn er að reyna að fela vopnin, vona að vopnaeftirlitsmennirnir finni þau ekki og Bandaríkin hætti við að skjóta landið í tætlur.
Það er í raun alveg sama hvað Írakar gera þeir eiga alltaf eftir að fara illa út úr þessu máli þar sem hin háæruverðugu Bandaríki hafa ákveðið að buffa þá næst.
Vinnuhornið
Ég hef verið að baksa við að skrifa umsóknarbréf undanfarnar vikur. Það er erfitt. Ég veit ekki hvernig ég á að ávarpa viðtakandan, hvað ég á að segja, hvort ég á að vera formleg eða ofur-formleg.
No comments:
Post a Comment