Monday, February 14, 2005

Erlent AFP 14.2.2005 15:31
Konur verða um þriðjungur fulltrúa á nýju írösku þingi
Íraskar konur verða um þriðjungur þeirra sem taka sæti á nýju þjóðþingi í Írak eftir fyrstu fjölflokkakosningarnar þar í áratugi. Samkvæmt niðurstöðum talningar eftir kosningarnar, sem kynntar voru í gær, fá konur 86 af 275 þingsætum. Notast var við kvótakerfi í kosningunum sem tryggði konum um fjórðung þingsæta.
Þrátt fyrir að kveðið sé á um þetta í bráðabirgðalögum í Írak, náðu konur að bæta um betur og vinna um 31% þingsæta.
Þeir sem fylgst hafa með gangi mála í kosningunum segja að í bandalagi sjíta, sem unnu kosningarnar, fái konur 46 af 140 þingsætum. „Þessar tölur eru okkur gleðiefni því íraskar konur eru nú farnar að hasla sér völl í stjórnmálum landsins,“ sagði Janan al-Obeidi, frambjóðandi fyrir kosningabandalag sjíta. „Þessi velgengni leggur hins vegar mikla ábyrgð á herðar þingkvenna almennt séð, og enn meiri á þær sem koma af okkar lista, því íslömsk trú hefur verið sögð sniðganga réttindi kvenna,“ bætti hún við.

Nú er Írak bara komi jafn langt í jafnréttismálum og Íslendingar, á báðum þjóðþingum er þriðjungur þingmanna kvenkyns. Spurning hvort þetta segir meira um frábæran árangur í Írak eða sorglega lélegan hjá okkur.

2 comments:

Anonymous said...

Eða sitt hvort kerfið, voru ekki kynjakvótar þarna fyrir sunnan?

Kannski dæmi um karlrembuna í mér að mér finnast kynjakvótar ekki vera merki þess að annað landið sé komið lengra í jafnréttismálum en hitt.

Albína said...

Kvótarnir skila samt nauðsynlegum árangri. Já Gunnar Páll þú ert karlremba!