Tuesday, November 08, 2005

Ég fjárfesti í geggjuðum skóm í dag í Steve Madden og fékk meira að segja afslátt þó þeir séu alveg hámóðins. Þeir eru lágbotna, svartir með meðal-oddhvassri tá og bara alveg hreint æðislegir. Ég snæddi líka ljúffenga kúbverska samloku með kjúkling, gaurinn reif kjötið bara af lærinu og skellti því á brauð, nammi namm.
Þegar baráttu minni við skattinn er lokið tekur að sjálfsögðu bara annað við. Í dag hafði ég betur í baráttu minni við Cingular, ég er orðin ansi góð að hóta fólki á kurteislegan hátt í gegnum síma. Annars er merkilegt hvað Kaninn er spenntur fyrir að gera alla mögulega og ómögulega hluti í gegnum síma. Ég hélt að það væri auðveldara að fara bara í Cingular búðina en nei gaurinn þar sagði mér bara að hringja. Auðvitað þarf maður alltaf að bíða mjög lengi eftir að fá að tala við mannverur en núna get ég allt!
Mamma Eriku hringdi í heimasíman í gær eftir kl. 21. Ég missti út úr mér að Erika kæmi líklega ekkert heim í kvöld en mamman má alls ekki vita að þau gisti saman. Til að bjarga mér úr klípunni var ég næstum búin að segja að hún hefði ekkert verið heima alla helgina og ég vissi því ekkert hvað hún væri að gera en ég náði að stoppa mig. Stuttu seinna kom Erika heim og ég sagði henni strax sem var. Hún hringdi snarlega í móður sína og laug sig úr klípunni með því að segja að ég væri bara vitlaus útlendingur sem hefði bara misskilið hana svona rosalega. Mér finnst afar spaugilegt að fullorðið fólk megi ekki gista saman, en ég er líka skrítin.

6 comments:

Anonymous said...

Stress maður :) Guð hvað ég hefði örugglega misst þetta úr úr mér líka. Gott að hún getur kennt "heimska" útlendinginum um þetta enda er það alveg merkilegt hvað Bandaríkjamenn halda stundum að útlendingar séu vitlausir.
En ég er alveg rosalega spennt fyrir Steve Madden skónum þínum, enda eeelska eeelska ég Steve Madden. Talandi um s´kó, þá er ALDO skóbúð að opna í kringlunni bráðum, spennó spennó.
Jæks þetta er farið að líkjast emaili, hefði kannski átt að skrifa þér bréf í staðinn,
but that´s me for ya
Ást og umhyggja frá Íslandi,
Hjöra

Anonymous said...

Ég styð alltaf kaup á flottum skóm.

Var manneskjan sem þú talaðir við í símann hjá Cingular stödd á Indlandi?

Vaka said...

Haha, en fyndið. Er hún ekki 26 ára? Svona er þá þessir sannkristnu kanar...

En tillukku með skóna...

kysses... Vaka

Anonymous said...

Sæl Albína mín mamma þín sendi mér bloggsíðuna þína oghef ég haft gaman af því að lesa um ævintýrin sem gerast í henni Ameríku. Gaman að heyra að þú sérst bara lukkuleg með stóra eplið og að þú sérst að upplifa það á skemmtilegan hátt. Af okkur er allt gott að frétta úr Keflavíkinni, allir dafna vel í skólanum Mist í MR og finnur sig vel þar, Elli er í Tækniháskólanum í REK og finnst það voðalega gaman þar sem hann er að stúdera eitthvað sem honum finnst vera bara skemmtilegt. Blær og tvíburarnir eru að baksa í barnaskólanum ennþá en þau stækka svo fljótt að þau verða komin í framhaldsskóla áður en ég veit af. Við vorum að koma heim frá Minneapolis fórum þangað eina helgi, ætluðum að fara til NYC en flugið og fríið mitt kom ekki alveg upp á sömu dagana þannig að við förum bara í vor þegar fer að hlýna og veðrið verður skemmtilegra. Hér er kominn vetur það getum maður greint af því þegar gasgrillið hefur fokið tvisvar sinnum fram af sópallinum út í blómabeðin. Vona að þú hafir það sem best ég fylgist með þér framvegis þar sem ég hef núna bloggsíðuna þín. Bestu kveðjur frá Keflavík Birna Elli og CO

Anonymous said...

Elsku elsku Albína!

Gaman að heyra frá NY. Þetta hljómar allt ótrúlega skemmtilega :o)

Har det bra!

kv.

Gugga

Anonymous said...

Bloggaðu baby bloggaðu!! :)