Sunday, January 29, 2006




Nýja besta vinkona mín Quin er búin að spyrja mig hvort ég vilji koma með henni og Ashley sem er hin nýja vinkona mín til Púertó Ríkó í lok maí. Mig langar afar mikið að fara, hvað finnst ykkur kæru lesendur?
Annars fórum við Paola, líbanska vinkona mín, að skoða gallerí í Chelsea í gær. Það var rosalega gaman að sjá fullt af skrítinni nútímalist, flottus fannst mér nokkurs konar klippimyndir eftir þennan gaur http://www.dylangraham.nl/. Það var líka eitt listaverk sem var eins og sviðasulta og annað sem var úrkynjaður ávaxtagarður sem var sérlega ógeðfelldur á að líta.
Ég fór líka á stefnumót í gærkvöldi, fyrsta ameríska stefnumótið mitt og það var mjög gaman, hugsa að ég eigi eftir að hitta gaurinn aftur...

2 comments:

Anonymous said...

Það er bara allt að ske í NYC.
Hvernig fannst þér myndirnar?

Kv/Pabbi

Anonymous said...

Hæ hæ :) rakst á síðuna þína! og fannst ég nú verða að kvitta fyrir mig :) Gaman að sjá hvað þér gengur vel! og við erum nú ekki svo langt frá hvor annarri!
Kveðja frá DC

Ásdís