Verlsó í bænum var snilld. Til hvers að fara út á land þegar loksins er hægt að koma inn á skemmtistaði án raða, fara á snilldartónleika á Innipúkanum þar sem Hjálmar og Mugison voru brjálæðislega góðir ásamt Throwing Muses og bara almennri snilld.
Fór út að borða með stelpunum á Austur-Indíafélagið sem var rosa gott og gaman. Ég var úti öll kvöld til 5 eða 6 og gerði varla nokkuð annað en að vera full og svo þunn.
Ég læt fljóta hér með lítið ljóð eftir Jón frá Bægisá, seinustu fjögur erindin eru best.
Kvennareglur
Þig á vori þínu prýð,
þorngrund úng! með kransi;
dansa meðan til er tíð!
tekst þú snart frá dansi.
Ei sér morgunn, ennnú ljós,
út að læðast hraðar,
áður þú af ýngri rós
unnin, missir staðar.
Þinn á meðan spegil spenn,
spurður hrós þér inni,
hverfur vinur, sannmáll senn,
sá þér víst úr minni.
Þú meðan sér þig umkríng
þokka kynnta sveina,
stilt á þína strengi sýng,
stúlka! skemtun hreina.
Brátt þar stendur herra hár,
er hér nam þjón sig beygja;
barnið grætur, leikur lár,
lángspils strengir þegja.
Æfintýr og ástarljóð,
eiðar, krydd og smjaður
sætan draum þér færa fljóð!
finnst þá margur glaður.
Innan stundar ángruð þú
ektakona vaknar,
til klífs og mæðu kölluð nú,
kórunnar saknar.
Hafa rósir hjónabands
hart stíngandi þyrna,
þó er gamla meyju án manns
miklu verra að fyrna.
Lífsins blómstur líða af því,
lær þau rétt að meta!
aldrei fimmtán ára á ný
orðið muntu geta.
2 comments:
Bæsá heitir það Bína mín.
Séra Jón Þorláksson á Bægisá var talinn kvenhollur nokkuð. Einhverju sinni ól vinnukona á Ytri-Bægisá son sem talið var að prestur væri faðir að, þótt öðrum væri kenndur. Ath.: Allt fram undir þennan tíma var vanalegur framburður á bæjarnafninu Bæsá.
Ég hafði nú bara þann háttinn á sem var í bókinni sem ég fékk kvæðið úr sem útgefin var 1843!
Post a Comment