Monday, July 31, 2006

Belle & Sebastian eru snilld og Borgó var alveg málið. Á svæðinu var töluvert mikið af MR-ingum og öðru fólki sem ég þekkti og það var gaman. Veðrið var ekki snilld á laugardeginum en það var ekkert sem bjór og góð ullarpeysa gátu ekki bjargað. Dagný steikti handa mér sveittan hamma og kann ég henni góðar þakkir fyrir. Á leiðinni frá Borgarfirði fór pústið það var skemmtilegt.
Í dag hellirigndi og þar sem regnbuxurnar mínar eru orðnar að gati með buxum þá var það ekki alveg málið. Þetta gekk samt ágætlega.
Ég er farin að muna hvað er gaman í útilegu meira að segja þó að það sé rigning.
Við liðið á Teigi höfum lengi beðið eftir að Pirates of the Carribean komi í Fjarðarbíó og nú í vikunni mun þeirri bið ljúka og spennan er mikil.
Ég vil einnig þakka Þorgerði Katrínu fyrir hlý orði í garð fornleifarannsókna og áframhaldandi fjármögnun á þeim. Vonandi munu fagleg sjónarmið vera í miklum hávegum höfð enda er það líklegra til árangurs og ánægju frekar en kjördæmapot eða slíkt.

1 comment:

Anonymous said...

Bína mín:
Málið er alveg málið.