Sunday, July 23, 2006

Það er aftur bongó í Fljótsdalnum. Heimsókn, Hjördísar, Nonna, Írisar, Daða og Vöku var algjör snilld. Við tjölduðum á Seyðó, fórum á snilldartónleika með Ampop, þeir eru æði og eru að fara í stúdíó að taka upp nýja plötu, spennó. Todmobile er einhver mesta snilldarballhljómsveit í heimi, stemmarinn í Herðubreið var svakalega sveittur en þau héldu uppi mögnuðu fjöri þrátt fyrir óbærilegan hita.
Hljómsveitin Fræ var hins vegar skelfileg, veit ekki hvernig tveir meðlimir úr hinni ágætu hljómsveit Maus geta tekið þátt í þessu rusli.
Ghostdigital var mjög góð að venju.
Vaka grillmeistari sá um hammana og voru tjaldbúðargestir sammála um að betri og sveittari borgarar fyrirfinndust ekki á Austurlandi öllu.
Ég þarf að fara að vinna í taninu, það er svo gott veður að ég er í pilsi og það gerist nú ekki oft.

1 comment:

Marta said...

Tja, mér fannst þú hafa náð ansi góðum lit þegar ég sá þig á seyðó amk ;)

Hvað sagði annars maðurinn í fréttum sem þið vorðu að grafa upp?

ps. sunnudagurinn fór í 12 tíma ferð um Kárahnjúka, leiðinlegt að geta ekki kvatt ykkur!