Wednesday, July 05, 2006

Ég er komin frá Roskilde sólbrún og sæt, ég er meira að segja með sandalafar. Veðrið var snilld, félagsskapurinn snilld og tónlistin tær snilld. Bestu tónleikarnir sem ég fór á voru Franz Ferdinand og þó er ég ekki sérstakur aðdáandi þeirra, þeir höfðu bara svo ansi gaman af þessu. The Racounteurs voru líka mjög góðir tóku gott cover af Bang, Bang með Nancy Sinatra alveg gæsahúð.
Marth Wainwright var rosalega góð en bróðir hennar, Rufus, að sama skapi pirrandi.
Mánudeginum var eitt í Kóngsins Köbenhavn í glampandi sól og sumaryl og við Hildur versluðum svona temmilega mikið, fengum okkur bjór í Nyhavn og í Kristjaníu.

No comments: