Ég fór í Laugafell í gær, við stelpurnar vorum í lauginni í 2 klst og 15 mín, ég held það sé persónulegt met enda er ég orðin heltönuð og flott. Það er stanslaus hasar í uppgreftrinum við erum alltaf í fréttunum vorum í kvöldfréttum bæði á NFS og RÚV í gær, þetta er orðið hálf þreytandi en samt voða gaman. Samt lítið að gerast á nýja svæðinu mínu en mér finnst það í góðu lagi.
Núna er bíll frá Öryggismiðstöð Íslands að passa okkur (kannski meira samt vinnusvæðið við stöðvarhúsið) og það er frekar fyndið. Greyið drengurinn er að deyja úr leiðindum og þurfti að fá vatn að drekka hjá okkur.
Kveðjur úr blíðunni.
1 comment:
Ertu virkilega orðin altennt Bína mín?
Post a Comment