Friday, October 06, 2006

Ég vil byrja á að þakka þær fjölmörgu kveðjur sem mér bárust í gær í tilefni afmælisdagsins jafnt í gegnum síma sem og á netinu.
Ég fór út að borða á voðalega sætum frönskum stað sem hét 26 Seats og viti menn það voru einmitt 26 sæti á staðnum. Með í för voru Paola, Erika og Jeff kærastinn hennar. Ég fékk mér önd og við deildum Créme Brulée í eftirrétt rosalega gott.
Svo var haldið heim á leið og tekið þátt í græna korts lotteríi. Það er voðalegt vesen aðalega af því að ég ætlaði ekki að geta fengið myndina til að vera í réttri stærð en það hafðist á endanum.
Ég fékk rosalega flott armband úr bleikum steinum frá Áslaugu frænku og bleikt úr frá Paolu. Alltaf gaman að fá smá pakka en ég saknaði þess að fá ekki heitt súkkulaði a la mamma líkt og hefð hafði skapast fyrir, verð bara eiga það inni.
Ég ætla svo að reyna að halda almennilega upp á áfangann þegar við Erika erum fluttar inn í nýju íbúðina.
Ég fór og taldi klink í bankanum í dag og viti menn ég átti rúmlega $25 í klinki, það fannst mér mikið eftir ekki lengri búsetu en svona er ég dugleg að safna.
Í kvöld ætla ég að kíkja á lífið með strákunum úr prógramminu og kannski fá mér eins og einn bjór....

2 comments:

OFURINGA said...

Til hamingju með afmælið um daginn :)
Kv. Inga Hlín

Anonymous said...

Hæ mín kæra - gott að afmæliskortið skilaði sér!! Og það verður sameinað afmælis-og jólasúkkulaði þegar þú kemur til okkar um jólin!! kv. Mamma