NFS, 19. Október 2006 12:09
Kynbundinn launamunur nánast óbreyttur í áratug
Kynbundinn launamunur hefur sama og ekkert minnkað á síðustu tíu árum. Ný rannsókn sem Capacent gerði fyrir Félagsmálaráðuneytið sýnir að konur eru með 84,3% af launum karla - sem eingöngu má rekja til kyns. Fyrir tíu árum voru konur með 84% af launum karla. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðuna.
Ráðherra leitar eftir samstarfi við aðila vinnumarkaðarins um það hvort hægt sé að beita nýrri aðferðarfræði, s.s. að lýsa eftir aukinni ábyrgð stjórnenda.
Svo segja sumir að það sé ekki þörf á jafnréttisbaráttu og femínisma!Rögl!
Hér er líka áhugaverð grein af The New York Times um hvernig konur hér klæða sig á Hrekkjavöku
3 comments:
Sko, við þurfum bara að vera þolinmóðar. Þá lagast þetta á endanum af sjálfu sér eins og reynslan hefur sýnt með alla réttindabaráttu (augnaranghvolf).
Þetta er skammarlegt. Og svo hittir maður stelpur sem frábiðja sér að vera álitnar feministar. Það eiga allar konur að vera feministar! Maður verður alveg pirr pirr, eiginlega bara alveg bálreiður.
Þetta er nú meira vælið í ykkur.
Kv/Pabbi
Post a Comment