Friday, October 06, 2006

Íslensk fréttamennska í sínu fínasta pússi
Af ruv.is

Fyrst birt: 06.10.2006 18:35
Síðast uppfært: 06.10.2006 18:53
Vilhjálmur frá Brekku velti bílnum sínum

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi hófst í morgun á Höfn í Hornafirði. Nú stendur yfir hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára afmæli sambandsins og meðal þeirra sem þar flytja erindi er Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði, fyrrverandi formaður sambandsins.

Vilhjálmur sem er 92 ára gamall velti bíl sínum á veginum yfir Öxi í gær á leið á þingið. Hann var með nýtt ökuskírteini og á nýjum bíl.

3 comments:

Albína said...

Það er náttlega tær snilld. Ég hef farið í Mjóafjörð og þar er mjög fallegt en ég fór ekki í kaffi.

Anonymous said...

Hún föðursystir þín fékk sams konar frétt um sig í bandarískum fjölmiðlum þegar hún klessti bílinn sinn!
Ö

Anonymous said...

Svona til leiðréttingar, þá var ekki tekið fram í fréttaflutningi af árekstri mínum að ég hefði verið á leiðinni í matvörubúðina til að kaupa inn fyrir gesti sem ég átti von á :)