Ég hef hafði undirbúning fyrir 1. stigs prófið sem ég þarf að taka til að komast á 2. stig í doktorsnáminu.
Prófið tekur tvo daga. Fyrri daginn þarf ég að svara 3 spurningum um aðferðafræði og menningarsögu. Síðari daginn þarf ég að svara 3 spurningum um hvernig hægt er að beita fornleifafræðikenningum í rannsóknum.
Í öllum spurningunum þarf að vísa í helstu heimildir, höfund og ár svo það er ansi margt sem ég þarf að rifja upp, skerpa á og læra. Ég er samt nokkuð spennt og ég held að þetta sé gott tækifæri til að draga saman allt sem ég hef lært undanfarin 5 ár.
2 comments:
Snúllan mín, ég hef ekki nokkura trú á öðru en þú standir þig með prýði. Gangi þér vel. Á
Gangi þér sem allra best í prófinu
Post a Comment