Í ljósi gífurlegrar óheppni sem hefur elt mig á ýmsum sviðum undanfarna daga ákvað ég að styrkja Rauða krossinn um 5000 kr. Ef ég geri góðverk þá hlýtur þetta að lagast hjá mér. Ég ætla líka að fara með dót í Hjálpræðisherinn.
Ég sópaði líka og reyndi að gera fínt í íbúðinni því Erika kemur heim á morgun.
Aðrar hugmyndir að góðverkum eru vel þegnar.
1 comment:
Góðmennskan hlýtur að skila sér í frekari heppni. Gangi þér vel, Áslaug
Post a Comment