Wednesday, February 02, 2005

Þá eru hinar stríðandi fylkingar búnar að koma og kynna sig. Ég er engu nær. Ég er ánægð með margt sem Vaka hefur gert en svo er annað sem hefur ekki tekist jafn vel. Annars veit ég hvað allt svona er mikið vesen og alls ekki hægt að ætlast til að allt takist en samt.
Klósettin í þessum skóla eru til dæmist til skammar. Allt of oft er enginn klósettpappír, það hefur reyndar batnað en lengi má gott bæta. Handþurkkurnar eru oft búnar og eða handklæðin, ruslatunnurnar fullar ef þær eru til staðar, engin sápa, ekkert rennsli úr krönunum. Á klósettinu á 1. hæð í Árnagarði er klósettlokið brotið á einu salerninu og hefur verið þannig í mörg ár. Sápuskammtararnir eru bara opnir og allt er má svona frekar mikið muna sinn fífil fegri.
Í allt of mörgum stofum er innstunguhallæri, sérstaklega í Aðalbyggingu og víða afar lélegt eða ekkert þráðlaust netsamband. Í mörgum stofum virkar skjávarpinn ekki nema öll ljós séu slökkt sem er afar svæfandi. Já það er margt sem þarf að laga.
Hvernig væri að birta próftöfluna aðeins fyrr, lok febrúar er bara allt of seint.

1 comment:

Anonymous said...

Háskólanemar hafa það svo sannarlega skítt!
Umbóta er klárlega þörf varðandi réttindi stúdenta....ég trúi ekki að sápuskammtararnir séu opnir!!!!

Verð að segja að hagsmunabarátta stúdenta er frekar brosleg. Innstunguhallæri, vont kaffi og stútfullar ruslakörfur.

Það er greinlega gott að vera íslenskur námsmaður í dag...eða hvað?