Tuesday, May 02, 2006

Kynningin gekk æðislega vel. Ég fór í Manhattan International High School sem er á 67 götu milli 2. og 3. strætis. Ég þurfti að tala við tvo bekki í ca. klukkutíma hvorn. Þau voru mjög áhugasöm og spurðu fullt af skemmtilegum spurningum. Landslagsmyndirnar hennar Auðar vöktu lukku og mér fannst þetta bara mjög gaman og ég var eiginlega ekkert stressuð. Kannski ég verði bara þokkalegur kennari eftir allt saman. Ætli ég hafi náð að snúa einhverjum í átt að fornleifafræði, ég veit ekki...
Ég fékk að sjá matsblöð sem krakkarnir fylltu út og þau virtust hafa verið mjög ánægð með kynninguna.
Wulffmorgenthaler eru komnir með nýtt útlit á síðuna sína og íhaldsgoggurinn í mér er ekki ángæður en ég venst þessu.

2 comments:

Anonymous said...

til hamingju með fyrirlesturinn og góðan bata,ekki gaman að vera með flensu núna
Lára

Anonymous said...

Nýja wulff síðan er flott, hin var orðin frekar dated.