Sumir dagar eru hreinlega skrítnari en aðrir. Quin hélt að ég ætti afmæli í dag því það er á amerísku 5.10, nema ég á afmæli 10.05 á amerísku, einhver smá menningarlegur misskilningur á ferðinni þar.
Í gær átti Paola afmæli við fórum út að borða á æðislegan tapas-stað þar sem var hljómsveit að spila og allt, rosalega gaman. Að venju var þetta fjölþjóðlegur hópur, nokkrir Líbanar, Clara frá Columbíu, einn frá Króatíu, ég og aðeins einn Ameríkani. Mér tekst sérlega illa að blanda geði við innfædda hér í borg, þeir eru sko alls ekki á hverju strái hér Kanarnir.
Við gaurinn frá Króatíu áttum smá moment þegar við ræddum sameiginlegan áhuga okkar á Júróvísjón, ég er frekar spæld yfir að missa af keppninni en það verður bara að hafa það. Ég fer í grillveislu á föstudeginum og partý á laugardeginum svo ekki ætti mér að leiðast.
Þegar ég fór úr skólanum í gærkvöldi þá logaði eldur í ruslatunnu þar fyrir utan, mjög New York fannst mér en það vantaði alveg heimilislausa menn til að hlýja sér við hann og svo var ekkert svo kalt hvort sem er.
Á föstudaginn er vísindadagur í Brooklyn College og ég verð með plakat um dýrabeinin mín þar og það er keppni, vonandi vinn ég.
No comments:
Post a Comment