Ég er komin heim úr frábærri ferð til Puerto Rico. Ég fór á ströndina og náði meira að segja smá lit. Við fórum á margar gallerý opnanir og stóra listasýningu og það var ótrúlega mikið af fallgegum og spennandi listaverkum, ég vildi að ég ætti fullt af peningum til að kaupa þau öll.
Ég keypti æðislegt veski og tvö pör af geggjuðum skóm.
Það er ógeðslega heitt og rakt hérna í New York og ég þarf að pakka, ganga frá í herberginu og klára ýmislegt , ég held ég verið bara fegin að koma heim í kuldann.
1 comment:
hæ, ætlaði bara að segja þér að ég er líka komin með blog-síðu ef þú hefur áhuga www.blog.central.is/tannslys
en já vá hvað það hefur verið heitt þarna í Puerto Rico fyrst þú ert farin að hlakka til að komast í kuldann á Íslandi (býst við að þú sért núna komin til Íslands)ég er allavega enn að bíða eftir sólinni hér, þetta var víst kaldasti mai í 20 ár hér í Innsbruck.
Post a Comment