Belle & Sebastian eru snilld og Borgó var alveg málið. Á svæðinu var töluvert mikið af MR-ingum og öðru fólki sem ég þekkti og það var gaman. Veðrið var ekki snilld á laugardeginum en það var ekkert sem bjór og góð ullarpeysa gátu ekki bjargað. Dagný steikti handa mér sveittan hamma og kann ég henni góðar þakkir fyrir. Á leiðinni frá Borgarfirði fór pústið það var skemmtilegt.
Í dag hellirigndi og þar sem regnbuxurnar mínar eru orðnar að gati með buxum þá var það ekki alveg málið. Þetta gekk samt ágætlega.
Ég er farin að muna hvað er gaman í útilegu meira að segja þó að það sé rigning.
Við liðið á Teigi höfum lengi beðið eftir að Pirates of the Carribean komi í Fjarðarbíó og nú í vikunni mun þeirri bið ljúka og spennan er mikil.
Ég vil einnig þakka Þorgerði Katrínu fyrir hlý orði í garð fornleifarannsókna og áframhaldandi fjármögnun á þeim. Vonandi munu fagleg sjónarmið vera í miklum hávegum höfð enda er það líklegra til árangurs og ánægju frekar en kjördæmapot eða slíkt.
Monday, July 31, 2006
Saturday, July 29, 2006
Piltur og stúlka er yndisleg bók samanber: "karl og kona sem þekkjast og sjást, og fellur hvort öðru vel í geð, trauðla geta vináttumálum einum bundizt." og "Nú þótt svo megi virðast, sem ekki þurfi mikið áræði til þess, að bera það mál upp fyrir einhverjum, er maður veit áður, að honum er jafn kunnugt, sem manni sjálfum, segist þó flestum svo frá, er í þá raun hafa komið, að ekki sé hið fyrsta ástarorð ætíð auðlosað á vörum þeirra sem unnast;"
Wednesday, July 26, 2006
Af hverju þarf skattframtalið og álagningarseðilinn að vera svona illskiljanlegt? Af hverju er þetta alltaf vitlaust? Reyndar er hægt að senda beiðni um leiðréttingu á netinu sem er snilld.
Það er búið að vera svo gott veður og alltaf batnar tanið, ég er reyndar komin með smá hanskafar svo nú verð ég að hætta að vera með þá þegar það er sól.
Um helgina er svo Borgarfjörður Eystri alveg málið um helgina.
Það er búið að vera svo gott veður og alltaf batnar tanið, ég er reyndar komin með smá hanskafar svo nú verð ég að hætta að vera með þá þegar það er sól.
Um helgina er svo Borgarfjörður Eystri alveg málið um helgina.
Tuesday, July 25, 2006
Ég fór í Laugafell í gær, við stelpurnar vorum í lauginni í 2 klst og 15 mín, ég held það sé persónulegt met enda er ég orðin heltönuð og flott. Það er stanslaus hasar í uppgreftrinum við erum alltaf í fréttunum vorum í kvöldfréttum bæði á NFS og RÚV í gær, þetta er orðið hálf þreytandi en samt voða gaman. Samt lítið að gerast á nýja svæðinu mínu en mér finnst það í góðu lagi.
Núna er bíll frá Öryggismiðstöð Íslands að passa okkur (kannski meira samt vinnusvæðið við stöðvarhúsið) og það er frekar fyndið. Greyið drengurinn er að deyja úr leiðindum og þurfti að fá vatn að drekka hjá okkur.
Kveðjur úr blíðunni.
Núna er bíll frá Öryggismiðstöð Íslands að passa okkur (kannski meira samt vinnusvæðið við stöðvarhúsið) og það er frekar fyndið. Greyið drengurinn er að deyja úr leiðindum og þurfti að fá vatn að drekka hjá okkur.
Kveðjur úr blíðunni.
Sunday, July 23, 2006
Það er aftur bongó í Fljótsdalnum. Heimsókn, Hjördísar, Nonna, Írisar, Daða og Vöku var algjör snilld. Við tjölduðum á Seyðó, fórum á snilldartónleika með Ampop, þeir eru æði og eru að fara í stúdíó að taka upp nýja plötu, spennó. Todmobile er einhver mesta snilldarballhljómsveit í heimi, stemmarinn í Herðubreið var svakalega sveittur en þau héldu uppi mögnuðu fjöri þrátt fyrir óbærilegan hita.
Hljómsveitin Fræ var hins vegar skelfileg, veit ekki hvernig tveir meðlimir úr hinni ágætu hljómsveit Maus geta tekið þátt í þessu rusli.
Ghostdigital var mjög góð að venju.
Vaka grillmeistari sá um hammana og voru tjaldbúðargestir sammála um að betri og sveittari borgarar fyrirfinndust ekki á Austurlandi öllu.
Ég þarf að fara að vinna í taninu, það er svo gott veður að ég er í pilsi og það gerist nú ekki oft.
Hljómsveitin Fræ var hins vegar skelfileg, veit ekki hvernig tveir meðlimir úr hinni ágætu hljómsveit Maus geta tekið þátt í þessu rusli.
Ghostdigital var mjög góð að venju.
Vaka grillmeistari sá um hammana og voru tjaldbúðargestir sammála um að betri og sveittari borgarar fyrirfinndust ekki á Austurlandi öllu.
Ég þarf að fara að vinna í taninu, það er svo gott veður að ég er í pilsi og það gerist nú ekki oft.
Tuesday, July 18, 2006
Ég kom aftur í sjónvarpinu á RÚV í gær bæði í fréttunum kl. 19 og 22. Tengingurinn sem er sýndur í fréttinni, rosa flottur enda fann ég hann.
Ég og Cathy uppgraftarfélagi minn erum að verða búnar að klára svæðið okkar. Við erum svakalega duglegar.
Ég ætla upp að Kárahnjúkum í kvöld. Svolítið spennó að sjá breytingarnar frá í fyrra, þeir eru víst alveg að verða búnir að þessu karlarnir.
Ég fór að róa með Eiðavatni með afa í gær, ég er þrusugóður ræðari.
Ég hef miklar áhyggjur af Paolu vinkonu minni sem er nú stödd í Beirút. Öll fjölskyldan hennar býr þar og hún fór heim í "frí", eitthvað lítið um slökun þegar skyndilega er bara byrjað að bomba landið hennar. Það er ekki í lagi með Ísraela.
Ég og Cathy uppgraftarfélagi minn erum að verða búnar að klára svæðið okkar. Við erum svakalega duglegar.
Ég ætla upp að Kárahnjúkum í kvöld. Svolítið spennó að sjá breytingarnar frá í fyrra, þeir eru víst alveg að verða búnir að þessu karlarnir.
Ég fór að róa með Eiðavatni með afa í gær, ég er þrusugóður ræðari.
Ég hef miklar áhyggjur af Paolu vinkonu minni sem er nú stödd í Beirút. Öll fjölskyldan hennar býr þar og hún fór heim í "frí", eitthvað lítið um slökun þegar skyndilega er bara byrjað að bomba landið hennar. Það er ekki í lagi með Ísraela.
Monday, July 17, 2006
Ég hef nú gerst svo fræg að keyra í gegnum hin 5,9 km löngu Fáskrúðsfjarðargöng sem eru ef eitthvað er flottari en Hvalfjarðargöngin. Annars er búinn að vera yfir 15°C hiti hér vikum saman en reynar ekki alltaf sól. Um helgina gerði ég næstum ekkert og það var yndislegt.
Horfði aftur á Wimbeldon í gær og hún er tær snilld og Paul Bettany er HEITUR
Horfði aftur á Wimbeldon í gær og hún er tær snilld og Paul Bettany er HEITUR
Thursday, July 13, 2006
Ég er búin að kaupa miða á Innipúkann þannig að allir þangað.
Ég er orðin heltönuð eftir margra daga bongó hérna í Fljótsdalnum.
Um helgina er kannski málið að kíkja á Metalfest á Neskaupstað.
Ég hlakka geðveikt til Belle & Sebastian tónleikanna við ætlum að taka Roskilde/Þjóðhátíðarfílinginn á þetta og vera með partý tjald og stemmara.
Ég er orðin heltönuð eftir margra daga bongó hérna í Fljótsdalnum.
Um helgina er kannski málið að kíkja á Metalfest á Neskaupstað.
Ég hlakka geðveikt til Belle & Sebastian tónleikanna við ætlum að taka Roskilde/Þjóðhátíðarfílinginn á þetta og vera með partý tjald og stemmara.
Tuesday, July 11, 2006
Áhugasamir geta séð mynd af mér í fréttum NFS frá síðastliðnum, 8. júlí . Í dag fann ég rosalega flottan beintening og Davíð Oddsson, Friðrik Sophusson, Þorsteinn Pálsson og Styrmir Gunnarsson komu í heimsókn í uppgröftinn og ég held þeim hafi bara litist vel á. Ég er að íhuga að kaupa miða á Innipúkann en finnst hann svolítið dýr. Hvað segir fólk um það?
Ég asnaðist annars loksins til að bóka gistingu fyrir Mexicó og auðvitað voru öll heppilegustu hostelin orðin full en vonandi verður þetta í lagi.
Ég er þreytt og nenni ekki að skrifa meira í bili. Jú annars það var sól í dag og ég er að verða eins og nýkomin frá Kanarí óþekkjanleg fyrir brúnku.
Ég asnaðist annars loksins til að bóka gistingu fyrir Mexicó og auðvitað voru öll heppilegustu hostelin orðin full en vonandi verður þetta í lagi.
Ég er þreytt og nenni ekki að skrifa meira í bili. Jú annars það var sól í dag og ég er að verða eins og nýkomin frá Kanarí óþekkjanleg fyrir brúnku.
Wednesday, July 05, 2006
Ég er komin frá Roskilde sólbrún og sæt, ég er meira að segja með sandalafar. Veðrið var snilld, félagsskapurinn snilld og tónlistin tær snilld. Bestu tónleikarnir sem ég fór á voru Franz Ferdinand og þó er ég ekki sérstakur aðdáandi þeirra, þeir höfðu bara svo ansi gaman af þessu. The Racounteurs voru líka mjög góðir tóku gott cover af Bang, Bang með Nancy Sinatra alveg gæsahúð.
Marth Wainwright var rosalega góð en bróðir hennar, Rufus, að sama skapi pirrandi.
Mánudeginum var eitt í Kóngsins Köbenhavn í glampandi sól og sumaryl og við Hildur versluðum svona temmilega mikið, fengum okkur bjór í Nyhavn og í Kristjaníu.
Marth Wainwright var rosalega góð en bróðir hennar, Rufus, að sama skapi pirrandi.
Mánudeginum var eitt í Kóngsins Köbenhavn í glampandi sól og sumaryl og við Hildur versluðum svona temmilega mikið, fengum okkur bjór í Nyhavn og í Kristjaníu.
Subscribe to:
Posts (Atom)