Ég er aðeins farin að þora að vona að í fyrsta skipti í heila eilífð verði ríkisstjórn án Sjálfsstæðisflokksins. Það er vont að vera hérna úti þegar svona undur og stórmerki eru að gerast heima. Ég er þó búin að gera mitt og kjósa svo nú er bara að bíða og biðja og vona!
Ég var að klára eitt verkefni, er inni að læra í geggjuðu veðri. Það er alveg eins hér og heima alltaf besta veðrið í lok vorannar en aldrei tekst manni að skipuleggja sig nógu vel til að geta notið þess til fullnustu.
Ég er að fara á Arcade Fire tónleika í Radio City Music Hall í kvöld og er skuggalega spennt, ég er búin að hlusta Neon Bible í tætlur enda algjör snilld þar á ferð. Mér þykir nokkuð súrt að fara ekki á Hróarskeldu í sumar það er æðislega mikið af góðum böndum en ég fer bara þegar ég verð fertug í staðinn!
1 comment:
allt er fertugum fært 8-)
Post a Comment