Það er verið að taka upp Allt í drasli í íbúðinni sem ég sé út um svefnherbergisgluggann minn. Að auki er búið að loka götunni minni. Ég var lasin um páskana, fékk hita og hor og allan pakkann. Ég þarf að skila uppkasti að BA-ritgerðinni minni þann 1. apríl. Það á eftir að ganga!
Ég er búin að sækja um lóð í Lambaseli. Ég er númer 1001, ég vona að það viti á gott.
Annars er ég enn að bíða eftir formlegu bréfi um að ég hafi komist inn í City University of New York. Ég hef póstþjónustur Íslands og BNA grunaðar um að hafa týnt bréfinu mínu. Ef það verður ekki komið á morgun ætla ég að skrifa tölvupóst til að athuga hvort bréfið hafi verið sent á rétt heimilsifang en ekki til Írlands eða eitthvað. Það er víst algengt að bréf sem eiga að fara til Íslands villist þangað.
1 comment:
Hvað er Lambasel?
Post a Comment