Ég fór í fermingu á sunnudaginn hjá Oddnýju frænku minni. Hún er mesta myndarstúlka og spilaði fallega á flautu, bæði ein og með þremur félögum sínum. Hún er hjá gamla flautukennaranum mínum, honum Birni Davíð. Hann hefur ekkert breyst frá því ég var hjá honum fyrir 6 árum. Skuggalegt mál.
Annars var ég alveg met lengi í fermingunni frá kl. 16.30-20.00. Ég er orðin svo mikil kelling að mér finnst gaman í fjölskylduboðum. Aldur færist yfir eins og galdur. Annars eru bráðum 9 ár síðan ég fermdist. Mér finnst eins og það hafi verið í gær.
1 comment:
Aaahhh...fannstu einhverjar konu-bækur...ég ætlaði að vera löngu búin að segja þér að kíkja í IÐU. Þar fæst Svava Jakobs og sitthvað fleira skemmtilegt!
Post a Comment