Friday, May 05, 2006

Ég vil lýsa yfir stuðningi mínum við Femínistafélagið í baráttu þeirra gegn KSÍ, FIFA, HM 2006 og þeim hræðilegu mannréttindabrotum sem fram munu fara í vændisblokkunum í tengslum við keppnina. Þetta er alls ekki í lagi, þó að vændi sé löglegt í Þýskalandi er þetta samt sem áður algjörlega siðlaust og hreinasta hneisa.
Ég vil líka hvetja íslenska presta og þjóðkirkjuna til að leyfa hjónabönd samkynhneigðra sem allra fyrst og þakka fyrir að samkynhneigðir vilji almennt hafa eitthvað með kirkjuna að gera eftir þessa vitleysu.
Mæli með Draumalandinu eftir Andra Snæ en ég vara við martröðum sem fylgja munu í kjölfarið, þetta er svakaleg lesning.

4 comments:

Anonymous said...

Ég efast um að það verði gaman fyrir Þjóðverjana að sitja uppi með milljónir af ófullnægðum fótboltabullum, þá fyrst verður allt brjálað.
En ekki vera að dissa HM útaf einhverju svona dæmi, þetta er stærsti íþróttaviðburður sögunnar! (Samkvæmt Sýn.)

Anonymous said...

Bína mín:
Ertu ekki að hengja bakara fyrir smið með því að kenna KSÍ og FIFA um hugsanlega bresti í þýskum lögum.

Anonymous said...

Ég hélt í sakleysi mínu að það að drekka sig fullann og hvetja liðið sitt til sigurs væri fullnægingin fyrir fótboltabullurnar...Áslaug

Anonymous said...

Nei þetta er hræðileg bók en blessaður popúlisminn er að draga hana í einhverja guðatölu.

Áfram Holland á HM. Fleirri mellur og meiri bjór, hvar er bjórinn?