Til hamingju Finnland segi ég nú bara.
Ein ung frænka mín grét víst þegar Silvía Nótt komst ekki áfram en ég er stórhneyksluð á ummælum hennar um sænska keppandann, er ekki í lagi? Mér finnst þetta löngu hætt að vera fyndið, ég er reyndar ekki viss um að mér hafi nokkurn tíman fundist þetta fyndið en kannski er það misminni. Ég er í það minnsta fegin að hafa verið hér úti og misst af þessu öllu saman.
Annars er það helst í fréttum að ég er að fara til Puerto Rico eftir 5 daga og svo kem ég heim til Íslands 6. júní.
2 comments:
Markmiðið með Silvíu Nótt er ekki síður að hneyksla og ögra en að vera fyndin þannig að hún hefur greinilega náð til þín í þessu tilfelli ;-)
En síðan hvenær hefur Silvía Nótt átt að representera manneskju sem er "í lagi"? Ég hélt það væri einmitt punkturinn með gjörningnum öllum að sýna fram á að fólk sem er eins og Silvía Nótt, Paris Hilton o.s.frv. sé bara engan veginn í lagi. Saklaus fyndni til að létta fólki stundir hefur aldrei verið markmiðið.
Og jú, frænka þín grét enda hefur hún alltaf átt erfitt með að höndla vonbrigði, stór sem smá. Svo ræddu amma, mamma og stóra systir við hana um málið og bentu henni á að það hafi ekkert endilega verið markmiðið að láta Silvíu vinna eða verða vinsæla og hvernig eðlilegt sé að þeir sem finnst Eurovision í alvörunni rosa flott taki því illa þegar einhver fer að gera grín að því og leiða í ljós fáránleikann.
Post a Comment