Friday, November 29, 2002

Jæja loksins er kominn flöskudagur en ég er búin að halda að það sé flöskudagur síðastliðna 3 daga eða svo svo þetta kom mér ekki í opna skjöldu.
Ég er að fara að fagna kennslulokum í kvöld með Fróða félagi sagnfræðinema og á gleðin að hefjast á Vídalín. Það verður vonandi gaman.

Ég var andvaka í gærkvöldi 5 kvöldið í röð eða eitthvað og það finnst mér alveg hreint fáránlegt. Ég á erfitt með að trúa því að tvær 7 blaðsíðna ritgerðir geti gert mig að taugahrúgu. Ég var ekki svona andvaka í stúdentsprófunum. Þetta er allt saman mjög dularfullt.

Ég horfði á Sex and the City í gær. Þetta var hádramatískur þáttur, ein vinkonan ólétt og önnur gat ekki orðið ólétt og Samantha ætlaði að kaupa rauða tösku sem kostaði 4000 dollara. Er það ekki 400.000 kr íslenskar? Þetta var reyndar frekar stór taska en samt, ég er ekki alveg að fatta.

Ég hef verið að rembast við að lesa Blikktrommuna eftir Nóbelsverðlaunahafan Gunter Grass undanfarið og er búin með eina bók af þremur. Þetta er á köflum mjög fyndin bók og afar dramatísk en ég er ekki að sjá Nóbelinn, kannski það komi í öðru eða þriðja bindi. Svo sagði Össi frændi mér að ég ætti bara að sjá myndina, hún væri helvíti góð. Ég er samt ekki reiðubúin að gefast upp alveg strax...


Jæja loksins er kominn flöskudagur en ég er búin að halda að það sé flöskudagur síðastliðna 3 daga eða svo svo þetta kom mér ekki í opna skjöldu.
Ég er að fara að fagna kennslulokum í kvöld með Fróða félagi sagnfræðinema og á gleðin að hefjast á Vídalín. Það verður vonandi gaman.

Ég var andvaka í gærkvöldi 5 kvöldið í röð eða eitthvað og það finnst mér alveg hreint fáránlegt. Ég á erfitt með að trúa því að tvær 7 blaðsíðna ritgerðir geti gert mig að taugahrúgu. Ég var ekki svona andvaka í stúdentsprófunum. Þetta er allt saman mjög dularfullt.

Ég horfði á Sex and the City í gær. Þetta var hádramatískur þáttur, ein vinkonan ólétt og önnur gat ekki orðið ólétt og Samantha ætlaði að kaupa rauða tösku sem kostaði 4000 dollara. Er það ekki 400.000 kr íslenskar? Þetta var reyndar frekar stór taska en samt, ég er ekki alveg að fatta.

Ég hef verið að rembast við að lesa Blikktrommuna eftir Nóbelsverðlaunahafan Gunter Grass undanfarið og er búin með eina bók af þremur. Þetta er á köflum mjög fyndin bók og afar dramatísk en ég er ekki að sjá Nóbelinn, kannski það komi í öðru eða þriðja bindi. Svo sagði Össi frændi mér að ég ætti bara að sjá myndina, hún væri helvíti góð. Ég er samt ekki reiðubúin að gefast upp alveg strax...


Thursday, November 28, 2002

Ég er alveg æf! Hér á eftir er frétt af mbl.is

Áfengisgjald á sterku víni og tóbaksgjald hækka
Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að áfengisgjald á sterku víni hækki um 15% og tóbaksgjald um 27,7% en á móti lækkar álagning ÁTVR úr 17% í liðlega 11%. Gert er ráð fyrir að smásöluverð á sterku víni hækki um nálega 10% og verð á tóbaki um 12% að jafnaði. Tekjuauki ríkissjóðs vegna þessara hækkana er talinn nema allt að 1100 milljónum króna á ársgrundvelli og áætluð áhrif á vísitölu neysluverðs eru talin verða innan við 0,3%. Gert er ráð fyrir að hækkunin taki gildi um leið og frumvarpið hefur verið samþykkt. Fyrsta umræða um frumvarpið stendur nú yfir og er jafnvel gert ráð fyrir að það verði afgreitt í kvöld.
Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að fyrir hækkuninni liggi tvær meginástæður. Í fyrsta lagi hafi álögur á áfengi og tóbak að mestu leyti staðið óbreyttar í krónum talið um langt skeið sem feli í sér lækkun að raungildi. Hækkuninni nú er ætlað að leiðrétta það misgengi. Af ýmsum ástæðum sé þó talið heppilegra að halda áfengisgjaldi léttra vína og bjórs óbreyttu.

Í öðru lagi hafi stjórnvöld gripið til ýmissa ráðstafana að undanförnu sem hafa leitt til aukinna útgjalda, m.a. til málefna aldraðra, sem kalla á sérstök viðbrögð til þess að veikja ekki stöðu ríkissjóðs um of og grafa þannig undan efnahagslegum stöðugleika.

Þetta er nú bara það heimskulegasta sem ég hef á ævi minni heyrt! Á hátíðisdögum tala Sjálfstæðismenn fjálglega um minnkandi ríkisafskipti og rétt einstaklingsins til að ráða sér sjálfur. Svo er það eina sem þeim dettur í hug að gera þegar herða þarf sultarólina að hækka neyslustýrandi skatta eins og áfengis- og tóbaksgjald svo sannarlega eru. Ekki nóg með það að áfengi sé hvergi dýrara en á Íslandi, heldur er það einnig aðeins selt í sérstökum búðum sem ríkið rekur. Bráðum verður ástandið hér eins og í Noregi þar sem bjór er svo dýr að fólk kaupir sér frekar hass. Þess má líka til gamans geta að fjöldi heróínfíkla er hvergi meiri en í Ósló og er það meðal annars rakið til óhóflegs áfengisverðs.
Innan ESB eru um þessar mundir uppi áform um að jafna áfengis- og tóbaksgjöld svo þau verði þau sömu innan allra aðildarríkjanna og mun það væntanlega leiða til lækkunnar gjaldanna. Alltaf þurfum við Íslendingar að vera heimskulega á skjön við restina af hinum viti borna heimi.

Hvað er málið með að Michael Jackson skuli hylja andlitið á börnunum sínum? Hann ætti nú miklu frekar að hylja sitt eigið andlit...
Jæja teljarinn bara kominn upp í 75, það er bara nokkuð öflugt.
Ég var að koma aftur á Hlöðuna og viti menn bara netið komið í lag og ég gat loksins bloggað. Ég vil þakka öllum sem hafa skoðað hugleiðingar um daginn og veginn og vona að þeir hafi haft ánægju af því.
Ég fór alveg ógeðslega snemma að sofa í gær. Ég kom heim úr vinnunni kl. 20:30 og komst þá að því að það höfðu verið kótilettur í matinn og þær finnst mér sérstaklega vondar. Ég fór því í þunglyndi og fór bara að sofa. Auðvitað gat ég ekkert sofnað því bróðir minn var að horfa á sjónvarpið og ég held að í gær hafi barasta verið skemmtilegasta sjónvarpsdagskrá í heimi því hann hló og hló. Ég vildi að það væri mute takki á honum. Svo vaknaði ég kl níu í morgun og alls ekkert út hvíld. Ég er farinn að halda að allur svefn fyrir kl tólf á kvöldin teljist ekki með.
Ég fór áðan niður í MR að hitta Lindu. Hana hef ég ekki hitt lengi. Ég hitti líka Skúla og Möggu og Rúnar eðlisfræðikennara og Sverri en svo skemmtilega vildi einmitt til að Linda var í stjörnufræðitíma hjá honum. Það er gaman frá því að segja að táin á Lindu er dáin og Linda var því einnig að hluta til dáin. Hún var að drífa sig svo mikið að fara að horfa á Bráðavaktina í gærkvöldi að hún skildi tánna eftir. Eins og komið hefur fram áður á ég sérlega skrítna vini.

Ég ætti núna að vera að skrifa ritgerð um þróun landbúnaðar í árdaga en einhvernveginn er ég ekki í stuði. Samt var ein athyglisverð pæling í einni heimildinni minni. Hún var einhvernveginn svona: Borðar þú mat? Þá tekurðu þátt í landbúnaði. Gott ef það er ekki bara satt, þarna er komið frábært slagorð fyrir íslenska bændastétt.

Varði var hérna áðan, hann sagðist vera að læra. Til þess notaði hann athyglisverða aðferð, hann var að tefla á netinu við Spánverja. Varði er nefnilega í spænsku og meðan þeir tefldu töluðu þeir saman á spænsku. Þetta finnst mér nokkuð sniðugt. Spánverjinn sagðist búa á Mallorka og hafa lesið Atómstöðina sem er jafnvel ennþá merkilegra og hann var mikill Bjarkaraðdáandi en hver er það ekki svo sem?

PÓLITÍSKA HORNIÐ
Jæja, þetta er nýr þáttur í blogginu mínu sem er í stöðugri þróun. Þeir sem ekki hafa áhuga á pólitík ættu alls ekki að lesa þetta.
Ég er orðin alveg hreint alveg æf. Svo virðist sem það verði varla nokkur kona á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir utan Þorgerði Katrínu en hún verður víst líklega í 5. sæti. Það finnst mér hneyksli þar sem hún kemur alltaf í Kastljós og Silfur-Egils til að verja hin ýmsustu klúður ríkisstjórnarinnar og gerir það oftast vel. Fyrir það fær hún 5. sæti. Þetta er ein skandal og hér með tilkynnist að Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann leggur sig er kominn í efsta sæti hins víðfræga hate-lista.

Auk þess er ég alveg rasandi yfir því að Davíð hafi bara lofað að við myndum flytja vopn og herafla í borgaralegum flugvélum, það er nú bara mesta heimska sem ég hef heyrt lengi. Jafnvel heimskulegra en þegar Ástþór fór með jólagjafir til Írak.

Wednesday, November 27, 2002

Jæja mamma er komin aftur heim frá USA og friðurinn er úti. Hún kom færandi hendi, nýji diskurinn með Ske, Life, Death, Happiness & Stuff. Ég er að hlusta á hann núna þetta er snilldardiskur, ég mæli sérstaklega með lögum eins og Stuff, Cowboy og bara næstum öllum nema T-Rex sem mér finnst svona frekar klént.
Allavega mjög gott stuff og nafnið á plötunni er náttlega snilld.

Tuesday, November 26, 2002

Ég bara varð að skrifa meira því það eru amk tveir utanaðkomandi aðilar búnir að skoða bloggið mitt (þá á ég við einhvern annan en Vöku) þ.e. Snæbjörn og Sverrir. Voðalega er ég glöð. Simple mind simple pleasure
Jæja, voðalega langt síðan ég bloggaði seinast. Ég fór ekki á fundinn með Waris Dire af því að Hjördís Eva Þórðardóttir svaf yfir sig og vaknaði ekki fyrren hálf eitt og þá var fundurinn byrjaður. Skamm skamm. Þegar ég les nafnið Waris Dire hugsa ég alltaf um Dies Irae (mig minnir að það sé skrifað nokkurn veginn svona), ég held ég hafi spilað það tónverk með lúðrasveitinni hérna um árið.
Jæja ég held áfram að vera frábær, ég hringdi í Lindu á sunnudaginn, reyndar var hún að vinna en hún hringdi svo í mig til baka og við ætlum kannski á kaffihús saman á fimmtudaginn. Alveg voða langt síðan ég hef gert svoleiðis. Svo í gær hringdi Sigrún Líndal í mig, hún hafði verið að tala við mig á MSN en svo varð það óvart ekki ég því ég er ekki með MSN svo hún hringdi í mig í staðinn.
Hjördís hringdi í mig áðan, það var neyðarkall, hún hefur komist að því að allsbera konan ætlar að láta sauma á sig eldrauðan kjól með klauf að framan. Hún er í öngum sínum (sko Hjördís) yfir þessu skiljanlega en ég benti henni á að hún (sko Hjördís) myndi bara vera eins og Charlotte í Sex and the City en allsbera konan (sko ekki Hjördís) yrði eins og Samantha. Hún stilltist öll við þetta og vonandi er vandamálið leyst. Ég á skrítna vini.
Þetta blogg hljómar eins og ég sé alltaf í símanum en sú er nú ekki raunin.

Mér tókst áðan að trufla 5 manns sem ég þekki þegar ég fór upp á 4. hæð á Hlöðunni. Fyrst truflaði ég Hauk Heiðar, hann var reyndar alveg að sofna svo það var í góðu lagi, svo truflaði ég Brittu og svo Önund og svo Gunnar Pál og svo Teklu. Svo fór Gunnar Páll að trufla mig og þá trufluðust allir og á endanum þurfti ég að hlaupa burt.

Það var fyndin fyrirsögn í Fréttablaðinu í dag ,,Halli á rikissjóði í ár'' hver er þessi Halli spyr ég og afhverju á hann ríkissjóði? Get ég átt von á því að eiga ríkissjóði á næsta ári? Er þetta einhverskonar lottó? og ef svo er hvar get ég keypt miða?

Jeg er búin að vera ofur dugleg í dag, ég kláraði bestu ritgerð í heimi sem skrifuð hefur verið um vestnorræna gripi og orðið sem kemur sjaldnar en 20 sinnum fyrir í henni sem er mjög gott fyrir mig.

Sjálfstæðisflokkurinn siglir hraðbyr út í opinn dauðan þar sem konur verða álíka sjaldgæfar á framboðslistum hans og Jakob Frímann er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þetta tækifæri ætti Samfylkingin að nýta sér og vinna með kvennafylginu alveg eins og Clinton gerði um árið.

Annars er helst í fréttum að ég hef ákveðið að hefja söngnám eftir áramót ef ég fæ einhversstaðar inni það er. Það verður voða gaman.

Jeg segi þetta gott í bili.

Monday, November 25, 2002

Ég er búin að breyta um útlit til að ég virðist vera þroskaðari manneskja en ég er í raun
Jæja ég fór í afmæli í gær hjá frænda mínum. Hann heitir Grímur Steinn og var að verða 11 ára. Það er stór áfangi. Þar gafst kærkomið tækifæri til að hitta frændgarðinn. Nýjasti meðlimurinn hún Arna sem er 10 mánaða er byrjuð að labba. Ég hitti hana seinast þegar hún var skírð og þá stóð hún varla út úr hnefa.
Erna Guðrún frænka mín sem er 13 ára er orðin stærri en ég. Það er mjög sorglegt.
Hjördís er búin að plata mig til að koma með sér á einhvern fund um mannréttinda brot gegn konum sem Unifem heldur í Íslensku óperunni í hádeginu. Þar ætlar Waris Dire að tala. Þessi fundur var svo smekklega auglýstur með mynd af henni berbrjósta, sérlega viðeigandi eða þannig.
Annars olli slæmt gengi kvenna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins mér miklum vonbrigðum. Vonandi verður þetta flokknum til falls. Samt bjóst ég við þessu en ég verð samt leið af því að hugsa um það hvað konur eiga enn á brattan að sækja í pólitík.
Ég fór í alveg þrjú heil afmæli um helgina, hjá Grími Steini eins og áður sagði, hjá Addú og hjá Jóa úr Garðabænum, þau voru bæði að verða tvítug. Það var mjög gaman á báðum stöðum. Ég og Hjördís gáfum Addú jólastjörnu og jólatöfrasprota í afmælisgjöf. Aumingja Jói fékk engan pakka frá okkur enda var það óvænt stopp.
Ég er að hlusta á Korn, Follow the leader, það er skemmtilegt því ég er ekki í mjög góðu skapi, vonandi á það eftir að lagast.

Thursday, November 21, 2002

Júhú ég er í sjöunda himni, það er kannski einhver annar en Vaka búin að skoða bloggið mitt sem er voða gaman.
Jæja eitthvað er þetta fjórða bloggið mitt í dag og er það vel. Ég er í vinnunni hjá pabba að prenta út og skanna myndir, voðlega gaman. Ég skellti mér annars á bíókvöld hjá hinu ágæta félagi sagnfræðinema og eins fornleifafræði nema (það er sko ég). Þar var sýnd hin ofurfyndna mynd sem ég hafði reyndar ekki séð áður (ég veit ég er llúði en batnandi mönnum er best að lifa) The Holy Grail með Monty Python. Svo fengu líka allir pizzu og gos og það var voða gaman. Sumir hlógu reyndar meira en aðrir en það er önnur saga.
Á eftir skelltum við okkur á Ara í Ögri en það vildi einmitt svo skemmtilega til að þar var móðursystir hans Palla barasta að vinna (Palli var í Gettu betur liðinu hjá Borgarholtsskóla um árið). Þar var margt spjallað og sumir drukku bjór en ekki ég enda var ég á bíl.
Svo skemmtilega vildi líka til að Sverrir sem einmitt var í Gettu betur liðinu hjá MR var þarna staddur líka ásamt félaga sínum. Hann sat úti í horni og var að reyna að ná sambandi við mig en ég tók ekki eftir neinu enda alveg ótrúlega útþynnt eftir óhóflega vatnsdrykkju.
Já það rættist nú alveg merkilega úr þessum degi.
Jæja frændinn er búinn að heilsa og er þar með kominn af svarta listanum, sem betur fer fyrir hann.
Aðrir hafa þó skotist þangað inn í staðinn og núna vermir Haukur Heiðar efsta sætið. Hann veit að hann er sekur.
Ég er búin að vera óvenju frábær í dag þetta segi ég af því að ég gaf blóð og þetta var meira að segja í fimmta skipti sem ég geri það og í tilefni af þessum tímamótum fékk ég gefins litla nælu með blóðbankamerkinu og svona 5. Gasalega lekkert allt saman.
Annars er þetta ekki búin að vera neitt frábær dagur. Ég er ekki búin að skrifa eitt orð í ritgerðinni sem ég ætlaði að klára í dag en líkurnar á að það hafist minnka með hverri mínútunni sem líður.
Ég bíð spennt eftir að Vaka komi aftur eftir að hafa lokið síðasta kennsludeginum í hinum skelfilega clausus.
Þetta á líklega eftir að vera sérlega merkilegur dagur.
Jæja hann frændi minn var að ignora mig í sjöhundraðasta skiptið, þorir ekki að heilsa mér aulinn sá arna, fussumsvei
Þetta er stór dagur í lífi mínu, ég hef ákveðið að byrja að blogga. Afhverju kynni einhver að spyrja og þá segi ég bara eins og frambjóðandi í prófkjöri: ,,Vegna fjölda áskoranna (nánartiltekið frá Hörpu og Sverri, þið getið kennt þeim um þetta) hef ég ákveðið að bjóða mig fram, nei ég meina byrja að blogga.'' Einnig hafa blammeringar Hauks Heiðars á hans prívat og persónulegu blöff síðu sem fjallar aðallega um marflær, í minn garð valdið því að mér finnst ég verða að svara fyrir mig.