Monday, November 25, 2002

Jæja ég fór í afmæli í gær hjá frænda mínum. Hann heitir Grímur Steinn og var að verða 11 ára. Það er stór áfangi. Þar gafst kærkomið tækifæri til að hitta frændgarðinn. Nýjasti meðlimurinn hún Arna sem er 10 mánaða er byrjuð að labba. Ég hitti hana seinast þegar hún var skírð og þá stóð hún varla út úr hnefa.
Erna Guðrún frænka mín sem er 13 ára er orðin stærri en ég. Það er mjög sorglegt.
Hjördís er búin að plata mig til að koma með sér á einhvern fund um mannréttinda brot gegn konum sem Unifem heldur í Íslensku óperunni í hádeginu. Þar ætlar Waris Dire að tala. Þessi fundur var svo smekklega auglýstur með mynd af henni berbrjósta, sérlega viðeigandi eða þannig.
Annars olli slæmt gengi kvenna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins mér miklum vonbrigðum. Vonandi verður þetta flokknum til falls. Samt bjóst ég við þessu en ég verð samt leið af því að hugsa um það hvað konur eiga enn á brattan að sækja í pólitík.
Ég fór í alveg þrjú heil afmæli um helgina, hjá Grími Steini eins og áður sagði, hjá Addú og hjá Jóa úr Garðabænum, þau voru bæði að verða tvítug. Það var mjög gaman á báðum stöðum. Ég og Hjördís gáfum Addú jólastjörnu og jólatöfrasprota í afmælisgjöf. Aumingja Jói fékk engan pakka frá okkur enda var það óvænt stopp.
Ég er að hlusta á Korn, Follow the leader, það er skemmtilegt því ég er ekki í mjög góðu skapi, vonandi á það eftir að lagast.

No comments: