Thursday, November 21, 2002

Jæja eitthvað er þetta fjórða bloggið mitt í dag og er það vel. Ég er í vinnunni hjá pabba að prenta út og skanna myndir, voðlega gaman. Ég skellti mér annars á bíókvöld hjá hinu ágæta félagi sagnfræðinema og eins fornleifafræði nema (það er sko ég). Þar var sýnd hin ofurfyndna mynd sem ég hafði reyndar ekki séð áður (ég veit ég er llúði en batnandi mönnum er best að lifa) The Holy Grail með Monty Python. Svo fengu líka allir pizzu og gos og það var voða gaman. Sumir hlógu reyndar meira en aðrir en það er önnur saga.
Á eftir skelltum við okkur á Ara í Ögri en það vildi einmitt svo skemmtilega til að þar var móðursystir hans Palla barasta að vinna (Palli var í Gettu betur liðinu hjá Borgarholtsskóla um árið). Þar var margt spjallað og sumir drukku bjór en ekki ég enda var ég á bíl.
Svo skemmtilega vildi líka til að Sverrir sem einmitt var í Gettu betur liðinu hjá MR var þarna staddur líka ásamt félaga sínum. Hann sat úti í horni og var að reyna að ná sambandi við mig en ég tók ekki eftir neinu enda alveg ótrúlega útþynnt eftir óhóflega vatnsdrykkju.
Já það rættist nú alveg merkilega úr þessum degi.

No comments: